Mynd af ömmu í settinu

Mynd af drottningunni í sófasettinu fagra... - smellið á til að sjá stærri mynd.

amma-sofasett (Medium)


Gott heimili óskast!

Vill einhver taka í fóstur sófasettið hennar ömmu? Þeir sem ekki muna eftir þessu djásni þá er um að ræða 3 + 1 + 1 og sófaborð. Settið er grænt á lit og í antik stíl. (Ætla að reyna að finna myndir og skanna inn). Ef einhver ungur ættingi er að koma sér fyrir og vantar sófasett að láni þá endilega hafið samband, ég geri ráð fyrir að heldra fólkið í ættinni eigi fulla stofu af dóti Wink.

Flutningur milli staða ætti ekki að vera mikið vandamál, þekki ágætis fyrirtæki í þeim bransa Whistling

 Áhugasamir og umhyggjusamir vinsamlegast hafið samb. sem fyrst við Brynju í síma 858 8351.  (Börn engin fyrirstaða... Tounge)


Hugleiðingar úr Danaveldi.

Enn segi ég takk fyrir síðustu samverustundir. Það er ómetanlegt að eiga gott venslafólk sem dvelur saman nokkra sólarhringa á ári og alltaf jafn gaman. Þetta er einn af okkar föstu punktum í tilverunni. Eftir frábæra sólardaga í garðinum mínum heima tók ég fram ferðatösku, setti í hana slatta af sumarklæðnaði og hélt út í Leifsstöð. Ferðinni heitið til Danaveldis til að aðstoða Kristínu og Braga á spennandi tímamótum. Einhver verður að vera hjá Gunnari Kára litla meðan litla systkinið fæðist. Ekki leiðinlegt starf. Mætti út á völl kl. 21:30 að kvöldi 8. júlí. Nota skyldi nóttina til að koma sér á milli landa. Flug er ekki mitt uppáhald en allt gekk vel, lentum kl. 5 í Köben. Fór strax til að ná í lestarmiða til Óðinsvé. Þó Danir vakni snemma var ekki búið að opna miðasöluna. Allt er komið í tæknina. Hvernig átti kona frá Íslandi á sjötugsaldri að kaupa miða úr sjálfssala í fyrsta sinn. Þetta vafðist fyrir fleirum. Upplifði mig spegilmynd af mömmu, stóð álengdar og reyndi að sjá hvernig aðrir gerðu. Endaði með samvinnu með sænskum hjónum álíka vitlausum og ég. Eftir margar tilraunir beggja föttuðum við trixið sjálfsagða. Öryggið í fyrirrúmi. Komin með miða en ekki sæti, vonandi verða fáir á ferð svona snemma, hlaup niður að lest. Æi, hvar er nú mín rétta. Svíarnir mínir hinu megin, þá er ég á réttum stað. Vingjarnleg hjón með börn á leið til Óðinsvé. Þá er bara að elta þau. Hlamma mér niður í sæti í lestinni. Nú væri gott að dotta, myndar karl með yfirvaraskegg á móti mér. Stoppum á hefðbundnum stöðum. En áður en varir er ég komin inn í miðja Hróarskelduhátíð. Ungdómurinn á heimleið, skítugur, illa lyktandi, fyllti lestina, missti sætið góða, leit á karlinn, hristum höfuðin og komum okkur út að dyrum, karlinn tók hjólið sitt en ég stóð það sem eftir var leiðar horfandi á lýðinn liggjandi þar sem hægt var. Gott að koma í Björnemosen upp í rúm að sofa. Hef notið sólar síðan, en í dag rignir.

Nú er 11. júlí runninn upp, Einar afi hefði orðið 90 ára í dag. Kristín var einmitt sett á þennan dag. Ekkert bólar á barninu nú um hádegi, en ekki er öll von úti því síðasta fæðing gekk svo hratt  að hún á að hafa sig upp á spítala með fyrrafallinu. Svona eru hríðskotabyssurnar. Bæti við þetta síðar og hugsa heim í góða veðrið.

                                                                      Bestu kveðjur til ykkar allra.

                                                                         Hulda fr. stödd í Danmörku


Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 394

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband