Bakkabloggið opnar

Jæja gott fólk!

Hversu oft höfum við rætt um hvað það væri sniðugt að setja upp heimasíðu fyrir Bakkafólkið? Þar sem undirrituð er afskaplega upptekin við að leita að einhverju að gera þessa dagana (til að forðast það sem ég á að vera að gera) ákvað ég að ríða á vaðið og stofna bloggsíðu fyrir Bakkaröltið og annað sem tengist okkar ágætu fjölskyldu.

Þetta er semsagt hugsað sem vettvangur fyrir okkur öll til þess að opinbera skoðanir okkar, tilfinningar og langanir, sem og til að skiptast á upplýsingum, gamansögum og skotum. Ég hef sent aðgangsupplýsingar á þau netföng sem ég er með - ef þið eruð ekki í þeim hópi, látið mig vita og ég sendi ykkur upplýsingar um hæl!

Einnig má setja inn myndir - eða gera eins og ég hef gert, setja inn tengil á myndasíður eða aðrar síður. Ég fann bara Gulla Stef á blogginu - látið mig vita ef það eru fleiri.

Annars hvet ég ykkur til að vera dugleg að tjá ykkur (held einhvern vegin að það verði ekki vandamál) og halda upplýsingaflæðinu gangandi (verður væntanlega ekki vandamál heldur).

Alda ofurbloggari


Bloggfærslur 4. júní 2007

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 393

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband