4.5.2010 | 19:46
BAKKARÖLT 2010
Heil og sæl öll,
Þá er undirbúningsnefnd fyrir Bakkarölt 2010 búin að hrista af sér dvala vetrarins.
Bakkaröltið 2010 verður haldið á Fáskrúðsfirði. Munum við um leið minnast þess að 100 ár eru síðan ættmóðirin fæddist og því hefst röltið fimmtudaginn 1. júlí.
Við erum búin að tryggja okkur bændagistinguna að Tunguholti og tjaldstæði á næstu túnum. Í Tunguholti eru 7 herbergi með samtals 12 rúmum og má koma með dýnur til að bæta á gólf (engar aukadýnur eru til staðar). Í húsinu eru 2 snyrtingar, 3 sturtur, eitt lítið eldhús og stofa/borðstofa sem tekur um 12 - 14 manns í sæti. Eldhúsáhöld eru af skornum skammti en einhver samtíningur til.
Síðan höfum við tryggt okkur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sem er með skólastofur þar sem fólk getur búið um sig - verður sjálft að koma með allan viðlegubúnað. Þar er einnig góð aðstaða til sameiginlegra samverustunda, borðbúnaður og gott eldhús. Það eru ca. 5 km. þarna á milli.
Á túninu við Tunguholt má reisa tjaldbúðir - stærð túnsins ca. 1 fótboltavöllur að sögn Ármanns bónda í Dölum. Nefndin hefur tryggt 2 WC - gáma sem verða til staðar, fáum þar með ekta útihátíðarfíling. Því miður gátum við ekki fengið stærra húsnæði , né allt á sama stað en völdum þennan kostinn til við gætum dvalið í Fáskrúðsfirði . Viljum benda þeim sem ekki geta nýtt sér það sem hér er í boði á hótel á Búðum sem heitir Hótel Bjarg. Þar er hægt að fá herbergi en þau eru ekki ódýr.
Það er mat nefndarinnar að heldri borgararnir (innifalin er þar GM yngri) sitji fyrir aðstöðunni í húsinu Tunguholti eins og hægt er.
Þessi verð eru áætluð miðað við meðal þátttöku og áskilur nefndin sér rétt til að sveigja þetta aðeins í báðar áttir ef með þarf.
Vinsamlega tilkynnið sem fyrst þátttöku á netfangið vg@raftakn.is og eins að hafa samband ef spurningar vakna og þið liggið andvaka yfir.
Drög að dagskrá:
1. júlí - fimmtudagur
Mæting í Fáskrúðsfjörð. Síðdegisganga fram á kvöld yfir Staðarskarð fyrir þá sem mæta snemma - nánari tímasetning síðar.
2. júlí - föstudagur
Afmælisdagurinn sjálfur - dagskráin er í grófum dráttum svona:
- Gengið inn að Hrútafossi. Hægt að ganga frá Tunguholti, bætast í hópinn við Dali eða aka alla leið.
- Ekið til baka, farið í kirkjugarðinn og heilsað upp á leiði afa, ömmu og Sigmars.
- Aldarafmæliskaffi í Grunnskólanum á Búðum í boði heldri borgaranna (GM ekki innif.).
- Fjallahlaup á góðan tind fyrir þá sprækustu
- Kvöldið frjálst til að tjilla.
3. júlí - laugardagur
Karlsskáli - Vöðlavík.
- Gengið frá Karlskála fyrir Krossanes í Vöðlavík. Þeir sem ekki ganga alla leið leggja seinna af stað, koma yfir í Vöðlavík og ganga á móti hópnum. Farið síðan að Karlsskála að sækja bíla og rifja upp slóðir formæðra og forfeðra.
- Sund fyrir þá sem vilja á Eskifirði
- Sameiginlegur kvöldmatur með léttu ívafi.
- Félagsvist undir stjórn Hildar G.
4. júlí - sunnudagur
Pakkað saman - knúsast og ekið varlega heim.
Verð á Bakkarölti 2010 eru:
- Uppábúið rúm í Tunguholti: 4.000 kr. nóttin.
- Rúm án rúmfata í Tunguholti: 3.000 kr. nóttin.
- Skólastofa í Grunnskólanum: 9.800 kr. nóttin (fjöldi sem gistir í stofunni er smekksatriði).
- Tjaldstæði við Tunguholt: 2.000 kr. helgin (pr. tjald).
- Leiðsögn fyrir Krossanes á laugardag: 1000 kr. pr. gönguhaus.
- Féló - aðstöðugjald á mann: 2.000 - 3.000 kr. pr. fermdan haus.
- Matur á laugardagskvöld: 2.000 kr. pr. fermdan maga, 800 kr. pr. maga 5 - 13 ára.
Þessi verð eru áætluð miðað við meðal þátttöku og áskilur nefndin sér rétt til að sveigja þetta aðeins í báðar áttir ef með þarf.
Vinsamlega tilkynnið sem fyrst þátttöku á netfangið vg@raftakn.is og eins að hafa samband ef spurningar vakna og þið liggið andvaka yfir óvissuþáttum sem nefndin getur svarað.
Óvissuþættir sem nefndin getur ekki svarað eru eftirfarandi:
- Veður.
- Verður búið að slá túnið í Tunguholti.
- Hvað koma margir á Bakkarölt 2010.
Með von um að fólk sé nú þegar búið að velta því fyrir sér hvort það ætli í Fáskrúðsfjörð og fyllist ekki valkvíða þegar því er ljóst að það styttist í hátíðina J
Nembdin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öflugar. Hljómar vel. Sérstakt fagnaðarefni að fá að ganga frá Karlskála og að Kirkjubóli. Afi og amma í Dölum voru bæði ættuð frá Kirkjubóli í Vöðlavík.
Knús HG '47
Hildur frænka (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 20:45
Þetta hljómar allt saman mjög spennandi en því miður verðum við ekki með þetta árið. Við treystum bara á að það verði spennandi dagskrá líka næst.
Kveðja Svissarar
Stella (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 07:29
Mosófjölskyndan verður fjarri góðu gamni en í miklu stuði í 40 ára afmæli í Bolungavík þetta árið :(
kv
Gerður
Gerður Pálsd (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.