5 dagar í Bakkarölt 2011 í Þrándarholti

Heil og sæl.

Þetta styttist óðum, bara fimm dagar og sumir eru lagðir af stað. Ég hlakka mikið, mikið til Wink og ákvað að setja inn nokkrar Bakkaröltsmyndir valdar af handahólfi. 

Ég vona svo innilega að veðurguðir verði okkur hliðhollir og að þeir haldi áfram með þetta góða veður sem við höfum haft hér undanfarið. Eins og prinsessan á þessum bæ orðar það, það hefur verið tásu- og bolaveður. Það gæti orðir fluga inni í Þjórsárdal svo gott væri að hafa flugnanet meðferðis.

Ég vænti þess að það sé verið að æfa skemmtiatriði hér og þar sem hægt væri að flytja í bragga, skógi, holti eða bara þar sem hentar best. Eins og sjá má á myndum þá ...

Fúsi er fullur tilhlökkunar hér í vínskápnum í Skeiðháholti og veltir því fyrir sér hver muni fóstra hann að Bakkarölti liðnu. Er einhver volgur?

Bakkapési hefur væntanlega borist ykkur með pósti með upplýsingum og dagskrá. Endilega sendið inn fyrirspurnir ef einhverjar vakna. Pésinn er væntanlegur hér á síðuna innan skamms.

Hlakka til að sjá ykkur Smile

 

Bestu kveðjur ...

F.h. Selfoss-systra, Kristín frænka

 

 

 

           img_1065.jpgimg_0859.jpgimg_2775_1093622.jpgimg_0787.jpgimg_0802_1093621.jpgimg_0838.jpgimg_2853_1093619.jpgimg_0851.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun og ég verð með ykkur í anda!!!

Stella (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 379

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband