Bakkafúsapési 2011

 

ÁÐUR EN LAGT ER AF STAÐ

 

Tjaldbúar  - hafi meðferðis allan útilegubúnað. Hægt verður að komast í rennandi kalt vatn og vask á tjaldsvæðinu og í bragganum verða rafmagnshellur, borð og stólar. Náðhús með tveimur sætum.  Eitt herbergi er laust í kjallarnum í Gamla bænum og einnig er þar eitt klósett og lítill kæliskápur.

 

Íbúar Gamla bæjarins (Valdís, Erla og Eyja) – hafi meðferðis sængur, kodda og rúmföt, þurrkustykki, handklæði, o.þ.h. Fyrir er borðbúnaður fyrir 10-12 manns, tvö klósett, ein sturta og heitur pottur sem allir hafa aðgang að. ATH að kælipláss í ísskáp er takmarkað. Húsinu skilað hreinu fyrir brottför á sunnudeginum.

 

Íbúar Miðhúsa (Aðalbjörg, Stefán, Hildur, Palli, Steina, Hannes, Hulda og Gunnar) – hafi meðferðis rúmföt (sængur á staðnum), þurrkustykki og bekkjaríur, handklæði o.þ.h. Fyrir er borðbúnaður, heitur pottur og sturta (nánar á www.nonnahus.is) . Húsinu skilað hreinu fyrir brottför á sunnudeginum.

  

 

 

 

LEIÐARLÝSING Í ÞRÁNDARHOLT

Þegar ekið er austur frá Selfossi eftir þjóðvegi  eitt að Skeiðavegamótum  er beygt til vinstri við skilti merkt Flúðir og sem leiðin liggur upp Skeið að vegamótum merktum  Árnesi,  þar sem beygt er til hægri. Þrándarholt er fyrsti bærinn sem komið er að á vinstri hönd. Brunið beint í hlað.

 

 

 

 

 

FIMMTUDAGUR

 

Um og upp úr hádegi – Bakkaröltarar mæta á svæðið og búa um sig í Þrándarholti og Miðhúsum.

 

Kl. 16.00 – Stutt ganga (um 2 klst) í nágrenninu. Aðeins á fótinn, en ekkert óyfirstíganlegt.

 

Eftir göngu er frjáls tími. Ef gott er veður væri nú ekki leiðinlegt að grípa sér bauk í hönd og vappa um 200 m að haug Þrándar mjöksiglandi Bjarnarsonar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FÖSTUDAGUR

 

Þennan dag er þrennt í boði sem val er um:

 

Val A:

Gaukur - Ganga fyrir þessa gangsömu -  6 ára og eldri

Kl. 9.30 – lagt af stað á bílum (fólksbílafært, en þó ekki fyrir mjög lága bíla) Ekið inn í Þjórsárdal og sem leið liggur inn að Hólaskógi (Gangnamannahús) og þar inn eftir og upp að Háafossi. Þaðan verður gengið niður Fossárdalinn og að Stöng þar sem við hittumst öll, líklega um kl. 15. Þar skal áð um hríð og skoða fornmynjarnar uns lagt verður af stað (gangandi) inn í Gjá þar sem ljúft er að hvíla lúin bein.

 

 

Val B:

Þuríður – ganga fyrir þessa rómantísku

kl. 12 – lagt af stað á bílum (allt fólksbílafært) inn í Þjórsárdal og komið við hjá Hjálparfossi, síðan ekið að Stöng. Þeir sem vilja geta gengið upp með Fossá á móti „Gaukunum“ . Gaukar, Þuríðar og Steinólfar ganga svo  saman aftur niður að Stöng þar sem allir hittast og skoða fornmynjarnar. Þaðan verður svo gengið í Gjána.

 

 

Val C:

Steinólfur – fyrir þá sem vilja ganga stutt.

Þeir sem velja þessa leið geta átt frjálsan tíma framan af. Kl. 15 hittumst við öll að Stöng, skoðum fornmynjarnar og göngum svo saman inn í Gjá, en þangað er stutt ganga. (Þangað má líka keyra).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

LAUGARDAGUR – AFMÆLISDAGUR ÖMMU,

FJÖLSKYLDU- OG SAMVERUDAGUR

 

ATH: Hafa skal meðferðis pylsur, pylsubrauð og drykki þar sem við ætlum að grilla saman inni í Þjórsárdal í hádeginu. (við sköffum tómatsósu og sinnep o.þ.h.) Hafið með ykkur sundföt – fyrir þá sem vilja fara í sund á heimleiðinni.

 

Kl. 10.30 – Ekið inn í Þjórsárdal og beygt til vinstri þar sem stendur „gönguleið“og sést í göngubrú yfir Sandá.  Þar röltum við inn í skóginn og grillum okkur pylsur í svanginn.

 

Næst förum við í Þjóðveldisbæinn. (sjá kortið)

 

Síðast förum við inn hjá Búrfellsvirkjun að Búrfellsskógi (sæmilega háir fólksbílar komast). Þar röltum við í um 2 klst, skoðum Þjófafoss og fáum okkur bita.

 

Á heimleiðinni geta þeir sem vilja skoðað sýningu í Búrfellsvirkjun (opið 10-17) og farið í sund (Neslaug, Árnesi er opin til kl. 18).  Þegar heim er komið bregðum við e.t.v. á leik fram að sameiginlegri kvöldmáltíð í bragganum kl. 20.00. Hver útvegar drykki fyrir sig, en maturinn kemur til okkar. Guð má vita hvað gerist eftir það...

 

 

 

 

SUNNUDAGUR

 

Prjóna að fingrum fram... (Miðhús þarf að tæma og þrífa fyrir kl. 12)

 

 

 

 

 

 

 

 

MUNUM EFTIR...

 

-          Nesti í ferðirnar (þarf ekki á fimmtudeginum)

-          Vaðskó á föstudag

-          Flugnanet – plástra eða annað á hælsæri  – pappír – göngustafi og sólgleraugu – sólarvörn...

-          Aur í Þjóðveldisbæinn á laugardaginn.

-          Drykkir fyrir sameiginlegu máltíðina á laugardagskvöldinu.

 

ÞJÓNUSTA OG AFÞREYING

 

Í byggðarkjarnanum Árnesi (5 mín. akstur) er:

Árborg - búð með helsu nauðsynjum. Opið frá kl. 9-21, en kl. 10-21 á sunnudögum

Matstofan – veitingastaður, opnar kl. 11.30. Þar er einnig bændamarkaður.

Þjórsárstofa – fróðleikur/sýning um landið, náttúruna og mannlífið á svæðinu. Opin alla daga kl. 10-18

Neslaug – opnunartímar:  Fimmtud. og föstud. kl. 14-18 / laugard. og sunnud. kl 12-18

 

Skeiðalaug, Brautarholti – opnunartímar: Fimmtud. kl. 14-21 / föstud. 14-18 / laugard. og sunnud. 12-18

 

 

Í öllum sveitum leynast hættur – ekki síst fyrir stubbana okkar. Okkur langar að benda á að klettarnir fyrir ofan bæina eru mjög varhugaverðir – þar hrundu gróthnullungar í jarðskjálftunum svo að þar ætti enginn að klifra. Einnig er þakið á fjárhúsunum ofan við Gamla bæinn komið til ára sinna og ekki óhætt að klifra á því. Svo gæti heystæðan verið freistandi fyrir litla fætur að klifra upp á – en það er bannað.  Nú og svo allt hitt...


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig aur er best að taka með sér fyrir Þjóðveldisbæinn, kinda, manna eða hesta?? Verð ég að fara að safna úr bleyjunum ;)

Auður (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 379

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband