Bakkarölt 2012

Heilir og sælir kæru Bakkaröltarar 

Takk fyrir síðasta Bakkarölt sem enn er í fersku minni.

Nú er komið að því, stund og staður næsta rölts hefur verið ákveðinn og húsnæði/tjaldstæði staðfest. Við ætlum aðeins að seinka röltinu þetta árið og athuga hvort veðurguðirnir verði okkur ekki einstaklega hliðhollir 5.-8. júlí 2012.

Eins og gefur að skilja verður aldrei á allt kosið og stærsti ókosturinn við næturstað  tjald/fellihýsa/hjólhýsabúa er að hann er nokkurn veginn við þjóðveginn, þó ekki þjóðveg nr. 1! En staðurinn sem flestir munu halda til á heitir Ljósheimar og er félagsheimili eldri borgara á Sauðárkróki og stendur rétt utan við bæinn. Þar er salur sem tekur yfir hundrað manns í sæti, ágætis eldhúsi, snyrtingum, einni sturtu og herbergi uppi þar sem nokkrir geta gist í flatsæng ef vill. Fjórir stórir kælar eru til staðar í húsinu auk þess sem við getum fengið kvöldverð á laugardagskvöldinu á sanngjörnu verði. Utan við húsið er stór flöt þar sem gott er að koma hinum ýmsu hýsum fyrir. Einnig höfum við bókað hús sem heitir Glæsibær og er í 5-10 mín. akstursfjarlægð frá Ljósheimum. Þar eru þrjú tveggja manna herbergi og eitt eins manns herbergi og góðir gistimöguleikar í bændagistingu allt í kring.

Eins og þið sjáið er því meiningin að skoða Skagafjörðinn og okkur sýnist af nógu að taka og því næsta skref að rölta/príla/klifra/keyra slóðir og stíga þar um slóðir.

Vonum að ykkur lítist ágætlega á þetta og fjölmennið í Skagafjörðinn.

Bestu kveðjur

Kristjana (verkstjóri), Guðbjörg (framkvæmdakona) og Halla (samþykkjari)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar stelpur
Það má bóka allavega tvo hausa frá Hellu (jafnvel fleiri en það kemur í ljós síðar) og við drögum með okkur tjaldvagninn,
Hlakka svo mikið til ;)  
kveðja Steina Ósk 

Steina Ósk (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 11:59

2 identicon

Heil og sæl öll sömul

Það er svoooo langt frá Sviss að mamma gat ekki verið fyrst í þetta skiptið;o) En þau vilja endilega panta eitt stykki herbergi í Glæsibæ.
Ég reikna síður með því að við hinir svissarnir komum, en aldrei að segja aldrei;o)

Kær kveðja
Stella

Stella (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 14:02

3 identicon

Sæl og blessuð,

Þó það séu allar líkur á bongóblíðu undir bláhimni þessa daga vil ég samt panta fleti á lofti ellimannaheimilisins fyrir svona tvo. Trúlega fylgir heimasætan með en hún verður ábyggilega í tjaldi.

Sjáumst

Steinunn

Steinunn A (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 14:08

4 identicon

Sæl!

Gott að sjá Steinunn mín að ég verð ekki ein á loftinu.

Kv Hulda fr.

Hulda fr. (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 16:49

5 identicon

Heil og sæl

Við Mosófjölskyldan mætum -eigum að vísu eftir að redda svefnstað að býst við að fá lánaða lúxussvítuna eins og í fyrra.

Gerður Pálsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 13:30

6 identicon

Við verðum því miður fjarri góðu gamni í ár, verðum í Danaveldi. Hlökkum til að ári ;-).

Guðbjörg á Selfossi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 20:13

7 identicon

Og munið að það er aldrei of snemmt að hefja gönguæfingar. Ég nota t.d. æfingakerfi Jónasar föðurbróður míns - upp og niður stigann heima hjá mér. Ein ferð í stiganum = 64 þrep x 16 sm. Ein ferð á Esjuna = 75 ferðir í stiganum. Gaman hjá mér - tek Esjuna í bútum.

 Hildur frænka

Hildur frænka (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 18:15

8 identicon

Jæja, nú eru 7 vikur og 1 dagur í Bakkarölt 2012 samkæmt mínu tímatali. Tilhlökkun byrjuð að hreiðra um sig hjá mér og efast ekki um að svo sé með fleiri. Nú þegar taldist mér til að um 30 hausar ætli í Skagafjörðinn miðað við að 2/3 nefndarfjölskyldna mæti. Strax valinn hópur og fleiri verður síðan ánægjuleg viðbót.  Nefndin býr trúlega yfir enn meiri upplýsingum.  Skagafjörður og nefndin eru svo flott að þar verður aldrei annað en sól og gaman - hvernig sem veðrið verður

Valdís frænka (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 379

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband