Það eru aðeins 62 dagar í Bakkarölt 2011 í Þrándarholti

Sæl öll!
 
 
Þá eru línur óðum teknar að skýrast í sambandi við Bakkarölt 2011. Það hefur komið smávegis babb í bátinn síðan síðasta bréf barst, en eins og við vitum, þá geta ekki allir verið gordsjös og þannig er það einnig með kallinn sem var búinn að lofa okkur húsnæði, hann barasta klikkaði á því. En við erum búin að redda öðru húsi í 2 km fjarlægð – og það er alveg fabjúlös :o) Til gamans má geta þess að hús þetta er m.a. í eigu fjármálaráðherra sem er að margra mati bæði flottur og frægur. Þannig að við ættum alveg að meika'ða.

Hér koma helstu atriði:

 

Staður og stund:

Bakkarölt 2011 hefst fimmtudaginn 30. júní kl. 14 og lýkur sunnudaginn 3. júlí.

Tjaldbúðir verða í Þrándarholti í kring um „Gamla bæinn“.

Þeir sem vilja sofa með þak yfir höfðinu á sér geta fengið gistingu inni í Gamla bæ (4 herbergi) annarsvegar, og hins vegar verður gistipláss í Nonnahúsi (Miðhúsum), en þar eru 4 herbergi .www.nonnahus.is. Nonnahús er í göngufæri frá tjaldbúðunum (1- 2 km). Búið er að semja um verð á Nonnahúsi  (það er ekki það sama og gefið er upp á síðunni).

 

 

Dagskrá og dundur:

#Gönguferðir verða skipulagðar að vanda, m.a. inni í Þjórsárdal  – Meira um það síðar.

#Sameiginlegi kvöldverðurinn verður heima í bragganum í Þrándarholti á laugardagskvöldinu.

 

Ýmislegt fleira er hægt að gera sér til ánægju og yndisauka:

#Tvær sundlaugar í 5-10 mínútna fjarlægð

#Búð með helstu nauðsynjum, grilli og ís í 5 mínútna fjarlægð

#Nú og svo er maður manns gaman – við getum farið í leiki og íþróttaálfar hafa nóg pláss til að hreyfa sig. Svo eru beljurnar líka ágætar.


Bestu kveðjur,
Selfoss-systur
 
P.s. Endilega skiptumst á orðum ... Það er svo skemmtilegt Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá ykkur Selfossssssstelpur!

Það örlar á ungmennafélagsanda og varðeldastemmingu í bland við kántrí og braggablús

Steinunn A (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 15:17

2 identicon

Já, þetta er flott hjá ykkur.  Af fenginni reynslu þá er ég með tillögu um að Plan A miðist við að rigni og rigni og jafnvel  gráni niður undir byggð. Plan B verður þá allt í plús.  Það vantaði nú ekki -  planið á Bakkarölti 2010 var að hafa varðeld og huggulegheit á föstudagskvöldinu inni í Tunguholti. Þröstur getur staðfest það, því hann keyrði eldiviðinn austur og búið var að fá leyfi hjá staðarhöldurum fyrir eldi og gleði fram eftir kvöldi. Eitthvað fór sú áætlun í pirrurnar hjá rigningarstjóranum   í efri byggðum sem sendi rigningu dauðans til okkar eins og viðstöddum mun seint gleymast .

Hlakka mikið til - ekki síst að hitta nöfnu mína í fjósinu - ef er ekki búið að éta hana.

Valdís frænka (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband