29.4.2011 | 14:51
Það eru aðeins 62 dagar í Bakkarölt 2011 í Þrándarholti
Hér koma helstu atriði:
Staður og stund:
Bakkarölt 2011 hefst fimmtudaginn 30. júní kl. 14 og lýkur sunnudaginn 3. júlí.
Tjaldbúðir verða í Þrándarholti í kring um Gamla bæinn.
Þeir sem vilja sofa með þak yfir höfðinu á sér geta fengið gistingu inni í Gamla bæ (4 herbergi) annarsvegar, og hins vegar verður gistipláss í Nonnahúsi (Miðhúsum), en þar eru 4 herbergi .www.nonnahus.is. Nonnahús er í göngufæri frá tjaldbúðunum (1- 2 km). Búið er að semja um verð á Nonnahúsi (það er ekki það sama og gefið er upp á síðunni).
Dagskrá og dundur:
#Gönguferðir verða skipulagðar að vanda, m.a. inni í Þjórsárdal Meira um það síðar.
#Sameiginlegi kvöldverðurinn verður heima í bragganum í Þrándarholti á laugardagskvöldinu.
Ýmislegt fleira er hægt að gera sér til ánægju og yndisauka:
#Tvær sundlaugar í 5-10 mínútna fjarlægð
#Búð með helstu nauðsynjum, grilli og ís í 5 mínútna fjarlægð
#Nú og svo er maður manns gaman við getum farið í leiki og íþróttaálfar hafa nóg pláss til að hreyfa sig. Svo eru beljurnar líka ágætar.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært hjá ykkur Selfossssssstelpur!
Það örlar á ungmennafélagsanda og varðeldastemmingu í bland við kántrí og braggablús
Steinunn A (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 15:17
Já, þetta er flott hjá ykkur. Af fenginni reynslu þá er ég með tillögu um að Plan A miðist við að rigni og rigni og jafnvel gráni niður undir byggð. Plan B verður þá allt í plús. Það vantaði nú ekki - planið á Bakkarölti 2010 var að hafa varðeld og huggulegheit á föstudagskvöldinu inni í Tunguholti. Þröstur getur staðfest það, því hann keyrði eldiviðinn austur og búið var að fá leyfi hjá staðarhöldurum fyrir eldi og gleði fram eftir kvöldi. Eitthvað fór sú áætlun í pirrurnar hjá rigningarstjóranum í efri byggðum sem sendi rigningu dauðans til okkar eins og viðstöddum mun seint gleymast .
Hlakka mikið til - ekki síst að hitta nöfnu mína í fjósinu - ef er ekki búið að éta hana.
Valdís frænka (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.