Myndagetraun 3 - Aðeins 40 dagar í Bakkarölt 2011

myndir_197_1085493.jpgÞað var lagið  Bjarki ... Þetta gat ekki verið betra. Myndagetraun 2 er leyst.

Ég er alveg sammála henni Hildi frænku minni að þetta hefði alveg getað verið Þingvallavatn Smile

Þá er komið að myndagetraun 3.

Hvar og hvenær er myndin tekin?

Einn, tveir og byrja ...

 

Það styttist í herlegheitin, aðeins 40 dagar í Bakkarölt 2011. Frost er farið úr jörðu svo hér förum við að reima á okkur gönguskóna og mæla vegalengdir og göngutíma.

Varðandi skráningar þá langar okkur að biðja þá sem ekki enn hafa skráð sig og hafa hugsað sér að hafa húsþak yfir höfði sér að skrá sig sem allra fyrst. Eins og staðan er núna er einungis búið að fylla annað húsið svo við þurfum fljótlega að taka ákvörðun með framhaldið  Smile

 

Hafið það öll sem allra best og hlakka til ...

 

                                                     Kveðja, Kristín frænka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Ólafsfjarðarmúla. Tekið á fimmtudagskvöldi snemma í júlí 2003 þegar Bakkafjölskyldan heimsótti Eyjafjörðinn.

Gunnlaugur A (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 12:14

2 identicon

Leiðréttist hér með að þetta er tekið í júnílok - Birnir átti afmæli.

Gunnlaugur A (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 12:18

3 identicon

Við og við kemst maður við jafnvel þótt maður sé ekki við, enda hvernig á ég að vera við, ég er ég og þið eruð þið og því er ég ekki við. Sólin er að ganga til viðar og við sáum hana kankast við Hvanndalabjarg þegar við stóðum þarna í viðarleysi í nóttlausri veröldinni Í Vámúla sem margir kalla Ólafsfjarðarmúla.
Ég hlakka til að sjá gleðiblik í augum ykkar þegar við hittumst og heilsumst á Suðurlandinu, verið hamingjusöm.

Hannes Garðarsson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 23:22

4 identicon

Vaá! Með hvaða kryddi skyldi laugardagslambið vera kryddað í Espilundinum....

Þetta umrædda kvöld í byrjun aldarinnar setti ég smá bensíndropa á dieselbílinn hans Jóhanns .... jamm.

Huld (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 08:36

5 identicon

Hvar er ég? Sannarlega ekki á myndinni. Og ekki á þátttakendalistanum - samt þóttist ég vera búin að skrá mig. Á ég að hafa áhyggjur?

Hildur frænka (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 09:02

6 identicon

Gátan er leyst og gaman að fá línur

Hildur frænka, þið eruð komin á nýjasta lista

Kristín G. (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband