7.6.2007 | 11:17
Gönguprufur
Má til með að segja aðeins frá prufugöngum vorsis.
Vaknaði kl. 7 einn sunnudagsmorgun í vor. Sólin baðaði allt með geislum sínum. Nú var lag að prufa Þjórsárbakkana. Er nú gönguvinur minn vaknaður svo snemma? Dónaskapur að rífa heiðarlegt fólk upp á helgum degi. Gönguvinur minn heitir Gunnhildur Anna Vilhjálmsdóttir af góðum Fáskrúðsfjarðarættum, nánar tiltekið frá Tungu. Vissi af fólki með lifandi vekjaraklukku, fór þangað til að semja um að sækja okkur á endastöð. Auðsótt mál. Þau eru með afbrigðum greiðvikið fólk Gulli og Guðbjörg. Fór síðan á Víðivellina þar sem erindi mínu var vel tekið eins og alltaf ef Stekkholtsfjölskyldan þarfnast aðstoðar. Ótrúlegar mæðgur hvað góðvild snertir. Valdís kannast við það frá fornu fari. Ókum austur að Skarði með nesti og gamla skó, niður fyrir fjárhúsin og lögðum bílnum. Þykkna tók í lofti og gola af suðri. Við, fullar orku, þrömmuðum af stað kl. 12. vestur að Þjórsá, dáðumst að fegurð Gnjúpverjahrepps hinu megin ár(nú ætti Ingvari að líka við mig). Það væri kannski ekki alltaf sniðugt að fara beint af augum þar sem betra væri að ganga aðeins til hliðar eftir grasi grónu landi. Við erum fótvissar þótt hraun og mold skiptust á en með fjölskylduna skal ganga til hliðar. Það herti í vind. Hann var í bakið. Er að ánni kom, var þá ekki bara eins og ég væri komin heim nema á vinstri hönd var Þjórsá en ekki Bakkahlaup. Svifum upp gróna bakkana léttar í lund með drjúgan vind í bakið. Settumst niður í skjól í smá laut (hefði vel getað verið fyrir utan girðingu)og tókum upp nesti. Eitthvað datt úr loftinu, létum það ekki á okkur fá. Gengum áfram komum að giljum sem ég líki við gilin á Tjörnesinu. Við virtum þau fyrir okkur og giskuðum á dýpt þeirra, hið fyrra ca. 3 m. til botns en hitt öllu meira svona 5-6 m. Alls ekki óyfirstíganlegt. Fínn nestisstaður. Aðrar torfærur fundust ekki nema Skarfaneslækurinn, sem við þurfum að vaða, kjörinn fyrir unga göngumenn að æfa vaðlistina. Náði mér vel í kálfa og Jóa og Bjarka þá rúmt í ökla. Ferð okkar sóttist vel enda ekki eftir neinu að bíða farið var að rigna. Örkuðum upp í Lambhaga og komum okkur í skjól skógar eftir 4 tímagöngu. Guði sé lof fyrir gemsana. Tröllhólafjölskyldan hafði þá verið búin að sveima um lendur Skarðsbænda og ekki fundið réttu slóðina. Ég þóttist nátturlega vita allt og ráðlagði hverja vitleysuna á fætur annarri. Við ákváðum að ganga á móti því stöðugt bætti í vind, regn og kulda. Eftir margar árangurslausar tilraunir akstursmanna var ákveðið að Gulli sneri heim með ungviðið sem ekki skemmti sér í bílnum, en Guðbjörg freistaðist að komast aðra leið, sem hún ók á sínum skógræktarárum á einhverjum trukk, að sækja göngugarpana svo þeir yrðu ekki úti og bornir til byggða með jólatrjánum í des. Snerum enn og aftur við og gengum hratt, villtumst aðeins af leið, óðum kjarr og hálf skriðum skóg. Hef ég gert það áður? Það var komið haglél og slagveður á sunnlenskan máta. Hraustar yessssss. Þrömmuðum og þrömmuðum eftir samtals 6 kls. sáum við grilla í hjálpina sem var búin að fikra sig eftir tröllavegi og rak bíl föður síns hvergi niðri. Það lærist fleira en að gróðursetja tré í skógræktinni. Vorum svona aðeins farnar að vökna en ekki kaldar, en fjöllin kring um okkur orðin hvít. Þetta skeður sem sagt líka fyrir sunnan. o, sei, sei , já. Verið róleg það verður búið að gulltryggja allar slóðir þegar þið mætið. Hún Gunnhildur mín er sko ekkert slor að ganga með. Mig langar helst til að ættleiða hana Bakkaröltið, langar allavega að bjóða henni með ef hana fýsir að vera með þessari furðuætti.
Endir að sinni. Yfir-Bakkaröltari í ár HG
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú þykir mér að fleiri systur ættu að fara að láta ljós sitt skína hér - Stekkholtsfrúin er alveg búin að stinga ykkur af í kjaftagangi í bloggheimum!!!
Ekki það að ég sé að kvarta Hulda mín, um að gera að halda þessu áfram
Aldan
Bakkafjölskyldan, 7.6.2007 kl. 11:22
Það þarf nú meira til en þetta Alda mín til þess að ég verði kjaftstopp. Skora á systur mínar að fara að ræskja sig.
Hulda fr.
Bakkafjölskyldan, 7.6.2007 kl. 12:03
veit ekki betur en að þær systur (HG og HG) séu að fara í prufugöngu í dag, spurning hvor verður fljótari að hlaupa heim í tölvuna og blogga eftir þá ferð
Bakkafjölskyldan, 9.6.2007 kl. 09:56
Æ það er auðvitað ég ´sem á færsluna hér fyrir ofan, gleymdi að kvitta
Gerður (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 10:41
Það voru reyndar HG & PS sem prufugengu á laugardaginn - HG & GE voru í sólinni fyrir norðan. Í stuttu máli: Hildur komst - þ.e.a.s. á eyðibýlin - og komst líka upp stigann heima að leiðangri loknum eftir að hafa mýkt sig á humarsúpu á Stokkseyri á heimleiðinni.
Hildur Gunnl. (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:32
Skyldi ég vera búin að fatta hvernig maður lætur ljós sitt skína á þessum vettvangi? Alda tók mig í smá tilsögn áðan. Mér líst alveg ágætlega á að ættleiða hana Gunnhildi Vilhjálmsdóttur af TunguíFáskrúðsfirðiætt, held meira að segja að hún sé eitthvað skyld okkur. Dáist að ykkur systrum H+H og Palla hvað þið eruð dugleg að kanna væntanlegar gönguleiðir fyrir röltið. Hlakka til að hitta liðið.
Lillan
Bakkafjölskyldan, 11.6.2007 kl. 20:44
Æi, ég er nú ekki mikill bloggari. Fann um daginn fyrirspurn frá Auði og týndi svo bréfinu aftur:( Það var þetta með steiknina á fimmtudag. Sem fyrr þá snýst málið fyrst og fremst um góðviljaða sem ljá mér pláss á grilli og umönnum um steikarbitann.. Mér sýnist að nú sé yfirbloggari búinn að aðlaga aðgengið, þannig að nú er þetta imbafært Þú þekkir þína Alda mín.
Fiðrildabúskapurinn innra með mér er vaknaður og er ég svei mér farin að pakka niður í huganum. EN nú eru ekki nema níu dagar þar til Hildur verður sex... Muhaaaaaaaaaa
Akureyrarfrúin utan ár (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.