Eru nokkrar flugur þarna?

Fæ bara hroll þegar minnst er á ískáp... hann er bara góður til að kæla bjór (sem mamma drekkur lítið af).

Verða nokkrar flugur á svæðinu?  Kominn með sumarskammtinn af þeim.  Ekki nema rúmlega 40 bit á einni helgi (sem komin eru í ljós). Við erum þá að tala um alvöru kaun og er ég þá nógu hornóttur fyrir. Samtals bit í fjölskyldunni losa rétt innan við 200.

Annars er sól og sumar í Kanada.  Vorum í sumarbústað inni í skógi um helgina, við vatn, utan GSM síma, og með helling af flugum sem fundu gæðablóðið.

Kv.

Bjarki og co. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhverra hluta vegna bendir yfirBakkaröltari ársins fólki á að hafa m.a. með sér flugnanet. Sjálf hef ég hugsað mér að taka með mér flugnanet, mýflugnarollon og ofnæmistöflur einhvers konar, treysti ekki á að B-vítamínið dugi.  Nenni ekki að verða öll eins og gatasigti í margar vikur.  Þessar flugur eru allstaðar að flækjast fyrir alsaklausu fólki.

Lilla (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:20

2 identicon

Það er nú alveg spurning hvort við hin höfum nokkra þörf fyrir flugnanet ef gæðablóðin úr Þrastarási mæta á staðinn

Hef eftir áreiðanlegum heimildum að mágkona mín sé komin eitthvað á annað hundrað í flugnabitum og bróðir sæll safni bitum í hársvörðinn (er eitthvað farið að þynnast feldurinn á toppstykkinu??? ).

Aldan (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband