12.6.2007 | 23:57
Upplýsingar
Heil og sæl.
Þá skal hefja upplýsingaflæði.
Hótel Rangársel er í landi Stokkalækjar sem er upp á hæð til vinstri en okkar hýbýli eru niðri í laut til hægri, vel merkt þegar ekið er upp eftir. Áberandi mjólkurbrúsar á brúsapallinum. Það er um 10 mín. akstur frá hringveginum stuttu fyrir vestan Hvolsvöll. Það er sundlaug og verslun bæði á Hellu og Hvolsvelli sem er í 15 mín ekstri úr náttstað, svo auðvelt er með aðdrætti og mannþvotta.
Það er allt til staðar hvað eldhúsbúnað varðar, diskar, hnífapör, glös til margs konar nota en lítið um potta en við bætum úr því mæðgurnar. Örbylgjuofn og kæliskápur sem við þurfum að deila saman(annar minni á barnum til að kæla bjórinn). Uppþvottavél, kaffivélar og 8 hellur til að elda á.
Borð, bekkir og stólar á staðnum og svo geri ég ráð fyrir að tjaldbúar séu með slatta af útilegudóti. Sem sagt allt til alls vantar bara ykkur og matinn.
Pláss er fyrir dýnur á herbergjunum en þær verðið þið sjálf að skaffa.
Matur á laugardagskvöldið
Hverjir koma í mat? þarf að fá meldingu um það ekki seinna en um hádegi á mánudag ef þið mögulega getið. Nokkrir eru búnir að láta vita, en á listanum í viðhenginu sem fylgir eru nokkur spurningamerki sem gott væri að fá svör við.
Í matinn eru grillaðar framhryggjasneiðar að Stekkholtshætti, hrásalat, kartöflusalat. baunir og sósa. Frjálslegt borðhald út um allt tún og engi þess vegna.. Vætuna skaffar hver sjálfum sér.
Treysti á að það komi fullt af jeppafólki í gönguna á fimmtudag því þá þarf að ferja bílstjóra.
Munið ? ? ? ? merkin
Sendið fleiri fyrirspurnir ef einhverjar eru.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur Stekkholtsröltarar.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi, ég finn ekki spurningarnar, hvernig fer ég nú að því??
Valdís frænka (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 08:15
Ætli Stekkholtshyskið sé ekki að meina viðhengin sem voru send með tölvupóstinum í gærkvöldi...
Er Akureyrarfrúin ekki alveg vöknuð?
Aldan (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 08:48
Hvernig átti mér nú að detta þetta í hug. Góð Alda - en það vekur mig hinsvegar mjög snarlega upp hvað þú ert snemma á róli - komin í frí
Akureyrarfrúin utan ár (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 09:04
Við erum svona þessi ungu og einhleypu - sofnum seint, vöknum snemma og lifum lífinu á ystu nöf!!!
Annars var ég að ljúka við tebollann minn og er að hugsa um að fara að hlú að kryddjurtunum í svalakassanum - tek kannski með mér nokkur myntulauf og bý til Mohito handa hefðardömunum í Bakkarölti
Aldan (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:06
Þetta síðasta hljómar þægilega hjá þér dóttir góð. kveðjur til þeirra sem eru vaknaðir
Lillan (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:58
Hey Alda er ég ekki ÖRUGGLEGA hefðardama?????
Auður (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.