18.6.2007 | 09:52
Ekki á morgun, ekki á hinn, heldur hinn...
Nú röltum við af stað eftir þrjá daga - og eftir sex daga sitjum við á þúfu og samfögnum afmælisbarninu. Gaman væri nú að fá að sjá lista hjá Stekkholtshyskinu yfir hverjir mæta og hvenær.
Mamma er byrjuð að skipuleggja mat og drykk og ætlar að fóðra örverpið á morgnana og svo geri ég fastlega ráð fyrir að konan á áttræðisaldrinum geri gott stopp í versluninni með veigarnar.
Fyrir veðuráhugamenn þá er komin spá fyrir helgina: http://vedur.is/vedur/spar/stadaspar/sudurland/ - við getum alltaf talað um veðrið ef fólk hefur ekkert að segja núna næstu daga...
Kveðja,
Aldan
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alda mín - heldur þú að mamma þín hafi ekki verið að tala um mig? Hún hefur svo oft kallað mig örverpið. Mikið finnst mér þetta hugulsamt af henni.
MUUUUUUUHHHHHHHHHHAAAAAAAA 3 dagar eftir HILDUR
Örverpið fyrir norðan (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 10:30
Alda mín, aldrei að vita hvað gerist á morgun. Ég sit hér og hræri í tölum og hárinu til skiptis. Hvenær ætli þessi komi og hvenær hinn. Örfáir eiga eftir að láta vita svo við getum farið að deila. Hvað skal láta blessað fólkið borga. Ég vildi ég væri rík þá fengju allir frítt. Þetta kemur allt. Munið eftir öllu og viskastykkjunum líka, flugnanetunum, blautþurrkunum(Hildur upplýsti mig um að þær væru ekki bundnar við ungabörn), góðaskapinu og skemmtiatriðunum.
Fjölmennt á laugardagskvöld 70 bakkarar munu eta þar í sól og sumri.
Nóttin svo tveir dagar Kv. Hulda fr.
Bakkafjölskyldan, 18.6.2007 kl. 22:08
Ekki gleyma síðasta í Bakkarölti Er búin að semja við Hann um þurrt hæglætisveður. Reyni að halda mér á mottunni svo að Hann skipti ekki um skoðun. Miðla hér til ykkar leiðarlýsingu í Guðmundarlund. Hún kemur frá samstarfskonu minn sem líst ekkert á leiðarlýsinguna hjá okkur. Hún tók sig til og prufukeyrði leiðina með blað og blýant - sá fram á ratleik að öðrum kosti:
Fara inn á Breiðholtsbraut á öðrum hvorum endanum
Beygja inn Vatnsendahvarf á ljósunum. ( Þar á horninu eru Hestar og menn. Húsasmiðjan og Bónus )
Keyra beint áfram Vatnsendaveg
1. hringtorg áfram ---------"---------
2. hringtorg áfram ---------"---------
3. hringtorg á hægri hönd er Hörðukór 2, 13 hæða blokk ( sem þið sjáið langar leiðir )
Beygið til vinstri út úr hringtorgi 3 Þingmannaleið
Fljótlega kemur 4. hringtorgið þá sjáið þið í hesthúsin á Heimsenda.
Farið fyrir ofan heshúsin meðfram moldarbing ( til vinstri ) og keyrið upp hæðina
á ólmalbikuðum vegi beint ( á ská ) í Guðmundarlund
Hildur frænka (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:05
Sjúkk - ein nótt og svo að setja loft undir vængi. Nú verð ég að drepast úr áhyggjum, því hér er svarta þoka sem aldrei fyrr og full oft er þetta svona í nokkra daga. Hildur, þú verður að eiga við Hann tal um þoku. Annars koksast Laugavegsgangan okkar á morgun. Fyrir þá sem ekki eru upplýstir þá var mér falið að láta Hildi velja sér eitthvað í afmælisgjöf. Tók enga sjénsa með að það tækist á klukkutíma eða svo og ætlum við því að nota tímann frá hádegi á morgun og fram á kvöld í þessa athöfn. Gerum ráð fyrir að hvíla okkur með reglulegu millibili. Í það minnsta er klárt að það fyrsta sem við ætlum að gera er að fá okkur að borða (kemur verulega á óvart). Hlakka til að hitta þá sem mæta á svæðið og kem örugglega til að sakna hinna. Kv.Þoka
P.S. Auður mín - heldur þú að þið gætuð ættleitt kjetbita fyrir á grillinu annaðkvöld?
Akureyrafrúin utan ár (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 08:26
Örverpin mín tvö sunnan og norðan heiða. Ég skal sjá ykkur fyrir morgunverði votu og þurru, kaupa ríflega í nesti fyrir ykkur á labbið en svo þrýtur mín gestrisni.
Sjáumst eftir tvo sólarhringa!
Sú á áttræðisaldrinum (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 10:29
YYYYYYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS þetta tókst
Mikið ertu frábær Lilla
Örverpið fyrir norðan (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 11:14
Jahérna hér, hvað má Laugarvegurinn vara sig? Verður skrúðganga?
Valdís mín, það er ALLTAF pláss fyrir einn enn
Auður (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 17:10
Eeeeeelllllllllsssssssskuuuuuuuu Auður!
Sko, Bjarki og Anna María eru að snúast í hringi og vita ekki hvenær þau koma og þau eiga grillið (sem þau vita reyndar ekki hvar er, en það er önnur saga)! Ef við mamma brosum blítt er þá nokkur möguleiki að lauma bitum við hliðina á Valdísi - a.m.k. á fimmtudagskvöld??? Aldrei að vita nema nokkur myntulauf fljóti með í för
Annars getum við náttúrulega alltaf bara búið til bál úr sprekum eða steikt egg á næstu heitu bílvél...
Aldan (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:08
Mamma.....
... fæ ég ekkert nesti nema rabbabara?
Kv.
Þrastarparið í Habbnarfirði
Hrúturinn (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.