25.8.2007 | 17:52
Frænkur og fylgifiskar
Þá er enn blásið til sóknar. Heyr fyrir ykkur Lilla og Alda. Við gleðjumst vonandi allar fullar tilhlökkunar eftir að hittast og tala mikið á nokkurs áheyrnar frá hinu kyninu. Aldrei er það svo að allar komist frekar en í Bakkarölt. Þær sem ekki komast nú koma bara næst. Margt getur hindrað t.d væntanlegar fæðingar, smábörn á brjósti, önnur uppákoma sem búið var að þyggja og fl. og fl. Ég álít að svona samkomur séu mjög nauðsynlegar þar sem þær yngri læra góða siði af okkur Bakkasystrum og við gömlu lærum hvernig við eigum að bera okkur að í dag. Eru ekki allir sammála? Verið nú duglegar að segja álit ykkar og nota þennan góða vettvang hennar Öldu til að styrkja Dalahumorinn í okkur.
Bestu kveðjur Hulda fr.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, æ ósköp eru undirtektir slakar.
Kveðja Hulda fr.
Hulda fr. (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 10:32
Elsku dúllan mín og aðrar(ir) sem heimsækja síðuna okkar. Er bara að bíða eftir því að ég hafi eitthvað nýtt að segja. Vona að sem flestar frænkur og aðrar innan stórfrænkuhópsins sjái sér fært að líta til okkar þó ekki væri nema smástund, hittast, liðka talfærin algerlega ótruflaðar af börnum og öðrum fylgifiskum, fá sér í gogginn, þurrt og fljótandi allt eftir smekk hverrar og einnar, en fyrst og fremst að njóta samvistanna og kynnast enn betur en áður, hvort sem fleiri eða færri kjósa að gista. Bestu kveðjur til ykkar allra og vonast til að heyra sem fyrst um undirtektir við tiltæki okkar mæðgna. Sú elsta.
Lilla (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.