Bakkarölt 2008

Velkomin í Bakkarölt 2008
 
Kæru ættingjar og vinir.
Nú fer að styttast í okkar árlega Bakkarölt.  Ákveðið var að árið 2008 yrði það á Langanesi. Ástæða staðarvalsins er sú að þann 4. ágúst hefði hann pabbi okkar Bakkasystkina orðið 100 ára. Við ætlum að halda upp á aldarminningu hans á Langanesi  en flýta henni um nokkra daga. Dagarnir 26.júni – 29. júní urðu fyrir valinu.
Í síðasta rölti buðu sig fram í undirbúningsnefnd nokkrir velvaldir einstaklingar að eigin dómi.
Nefndin er búin að funda og funda og funda meira. Niðurstaða þessara funda er beinagrind sú sem nú birtist á bloggsíðu okkar.
Við höfum Félagsheimili staðarins fyrir sameiginlegar samverustundir og aðstöðu.Þar fylgir stórt grill  og allur borðbúnaður. Hluta af Grunnskólanum höfum við einnig til gistiaðstöðu eins og fram kemur.
Fyrir þetta þurfum við að borga eins og lög gera ráð fyrir. Því fleiri því ódýrara.
Þótt nefndin sé frekar bjartsýn að eðlisfari þá sjáum við okkur ekki annað fært en að áætla sameiginlegan kostnað ca. 2.000 kr.  á hvern fermdan haus og gistikostnað í skólahúsinu  ca. 500 – 800  pr. nótt á fermdan haus.  Tjaldstæðin eru frí. Kvöldmaturinn á laugardagskvöldinu er fyrir utan þessa áætlun.
Heldra fólkið borgar hver fyrir sig á Gistiheimili Karenar. Höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þann kostnað enn.
Svo við getum gert okkur einhverja grein fyrir fjölda,  þá  væri nú óskup fallegt af ykkur að láta okkur vita – þið sem eruð ákeðin -  aðrir láta okkur vita við fyrsta tækifæri.  Viljið þið senda upplýsingar um þátttöku á póstföng: vg@raftakn.is og huld@kopasker.is. Verið líka duglega að fylgjast með á bloggsíðunni okkar og skrifa inn á hana.
 
Hlökkum til að sjá ykkurGrin

P.S

Endilega skoðið dagskránna sem er hér fyrir neðan sem viðhengi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldan mætir að sjálfsögðu - einhleyp, nema undur og stórmerki gerist...

Líst vel á planið, hlakka mikið til að trítla um slóðir forfeðranna.

Þrefalt húrra fyrir nefndinni!

Alda (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 08:45

2 identicon

Heil og sæl,  Við Vatnsendabúar mætum líka öll sem eitt.  Þetta verður líka alveg sérstaklega ódýrt fyrir mig í ár þar sem fermdir hausar þurfa bara að borga.....   

Hlökkum mikið til,

kveðja,

Guðbjörg

Guðbjörg M junior (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 09:34

3 identicon

Takk dömur mínar að vera strax búnar að láta vita. Það er auðvitað lang best að fólk láti vita hér inn. Þá sjá líka allir hverjir ætla að mæta. Nú þegar er vitað um Lillu og Sverri, Aðalbjörgu og Stefán, Erlu og farfuglarnir sem hafa komið að sunnan hvísluðu að mér að von væri á einhverjum frá Háleitisbraut, Stekkholti og að frúin í Vogatungu ætli að líta upp úr byggingaframkvæmdum. Gott væri að fá staðfestingu á þessum hvíslingum fuglanna.

Hlakka hrikalega til þessara daga.

Kv.

Valdís frænka

Valdís frænka (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:29

4 identicon

Ég bíð spennt eftir að ganga Langanesið, sonurinn sagði strax já þegar ég spurði hann og ég  er viss um að húsbóndinn verður jákvæður allavega ef hann fær að keyra. samtals 3.

Þetta er mjög flott plan hjá ykkur.

Kv. Fanney "frænka"

Fanney Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:20

5 identicon

Glæsilegt plan.
Ég mæti.
Stilli mig ekki um að vekja athygli á meistaraverkefni / fyrirlestri Auðar okkar Aðalbjarnardóttur:

 Fræðsluerindi á vegum Tilraunastöðvar H.Í. í meinafræði að Keldum.
Fyrirlesari:  Auður Aðalbjarnardóttir, líffræðingur.
Heiti erindis:  ExeD sekretín Aeromonas – mögulegur þáttur í breiðvirkum fiskabóluefnum.

Erindið verður haldið fimmtudaginn 8. maí, kl. 12:20-13:00, á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. 

Aeromonas salmonicida er misleitur hópur baktería sem veldur kýlaveiki eða skyldum sjúkdómum í fiski. Bólusetningar hafa verið árangursríkar gegn sumum hópum A. salmonicida en ekki gegn öðrum. Seytiferill af gerð II (TIISS) tengist sýkingarmætti mismunandi baktería og sýkiþáttum er seytt um þennan feril. Eina ytri himnu prótein TIISS er sekretín sem hjá Aeromonas tegundum er kallað ExeD.

Niðurstöður þessarrar rannsóknar sýndu að sekretínið ExeD er mjög vel varðveitt meðal ættkvíslarinnar Aeromonas. Það kom einnig í ljós að mótefni gegn litlum hluta sekretínsins hefur sérhæfð hjúpunar og bakteríudrápsáhrif á Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenes og Yersenia ruckeri. Þessar niðurstöður benda til þess að ExeD kunni að vera æskilegur þáttur í breiðvirkum fiskabóluefnum.

 

- Með kveðju, Hildur

Hildur frænka (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:19

6 identicon

Sælt nú frændfólk nær og fær.

Vér Áslendingar, tvífótungar og ferfótungur, verðum dreifð út um víðan völl á þessum tíma sem Bakkarölt á sér stað alls staðar nema á Langanesi.  Ættbálkurinn verður því að vera án oss að þessu sinni.

Kv.

Hafnarfjarðarvillingarnir í Þrastarási 1

Áslendingar (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:22

7 identicon

Komiði sæl

Miðhúsarfólkið mætir allt sem eitt. Samtals þrír. Hlökkum mikið til!

Takk fyrir kynninguna Hildur mín, en til að forða öllum frá misskilningi þá mun mastersvörnin fara fram 14.maí kl 16:00 í húsakynnum læknadeildar (aka Tanngarður). Það hittir bara svo skemmtilega á að viku fyrr sóttist Sigurður H. Richter (Já hinn eini og sanni) eftir því að ég talaði á fræðslufundi Keldna. Það vita þeir sem mig þekkja vel að ég nýti öll tækifæri til að tala opinberlega (hóst hóst)

Kveðja, Auður á endasprettinum

Auður (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 10:08

8 identicon

Sæl öll. Langþráð stund runnin upp, dagskráin feykilega spennandi fyrir unga og aldna. Við stefnum á að mæta sexföld og falleg. Stutt að fara og veðrið dásamlegt. Hlökkum líka mikið til að sjá ykkur öll.

Kveðja frá frænkum og frænda

Jóney

Jóney (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:14

9 identicon

Blessuð öll. Það ískrar í okkur hér við hlökkum svo til. Auðvitað komum við ekki síður fögur en Austlendingar alla vega vænni á að líta. Mikið verður gott að komast norður í góða loftið til að hreinsa andann. Jóney lofar góðu veðri. Ekki lýgur hún frekar en Mogginn.

Kveðja úr Flóanum

 Hulda og Gunnar

Hulda fr. (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:28

10 identicon

Hljómar allt rosalega vel, veit hinsvega ekki hvort við fimm manna familían leggjum í þessa langferð.  Ætla að leggjast undir feld og setja málið í nefnd

kv

Gerður

Gerður (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:13

11 identicon

Komið þið öll sæl og blessuð!

Tek undir með síðasta ræðumanni í einu og öllu. Við verðum með ykkur í anda og sem betur fer kemur Bakkarölt á eftir þessu og spennandi að vita hvar??

Bestu kveðjur úr vorsuddanum í Flóanum, Guðbjörg G. og allir strákarnir.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:14

12 identicon

Heil og sæl!

Er ekki spenna í gangi. Getum við ekki bloggað meira eða lenda fleiri en Kristín í því að komast ekki inn. Hún biður fyrir kveðju  og er með okkur í anda en kemst ekki í rölt. Er eitthvað hægt að gera svo hún verði gjaldgeng í blogg? Til hamingju Auður. Búin að frétta að þú hafir staðið þig með sóma. Gróandi í Flóanum vor í lofti.

Kveðja Hulda fr.

Hulda fr. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband