10.6.2008 | 13:25
Pistill 2
Ágæta fólk.
Nú fer virkilega styttast í dagana okkar á Langanesi og mikið verður nú þá gaman hjá okkur sem sjáum okkur fært að mæta.
Það hefur að vísu orðið sú breyting á að við getum ekki fengið Grunnskólann eins og til stóð vegna viðgerða. Þess í stað erum við búin að fá inni á Syðra Lóni. Þar er fullorðið hús sem við fáum og hugsanlega einhverja aðstöðu inni í öðru húsi á sama stað ef með þarf. Ljósi punkturinn við þetta er sá að ef búið er að slá þá fáum við að hafa tjöldin þar líka. Við bara drífum í að hjálpa fólkinu að slá ef það verður ekki búiðJ. Einnig komast eitthvað fleiri að á Gistiheimili Karenar og ein íbúð er til reiðu frétti ég í dag, þannig að þetta reddast allt. Þetta er allt svokallað svefnpokapláss þannig að við þurfum að taka með rúmfötin okkar. Heldra fólkið mun trúlega allt fá sérherbergi og geta þeir sem eru einir í herbergi jafnvel lagt einhvern á gólf hjá sér ef verkast vill. Þetta verður dálítið stappað en við erum nú ekkert að víla svoleiðis smámuni fyrir okkurJ
Hér með fylgir listi yfir þá sem eru búnir að tilkynna þátttöku og þeirra gistióskir. Vona að þið leiðréttið ef eitthvað er öðruvísi en það á að vera.
Huld og Jóhann fóru sem undanfarar s.l. laugardag og fengu ýmsar góðar upplýsingar um leiðina austur í Fagranes en þangað er stefnt á fimmtudaginn 26. Þangað liggur einhver slóði sem er hugsanlega fær fyrir mikið breytta bíla og eru því líkur á að þeirra bíll geti verið með í för og ef fleiri eiga tröllabíla þá gætu fleiri fótafúnir komist með. Allar götur ætti þetta að vera nokkuð greiðfært fyrir gangandi en þetta eru ca. 16 km. Jóhann lofaði mér að vera með byssu í för sem gæti unnið á bjarndýri. Ég verð nú að segja að ekki jóks nú kjarkurinn eftir síðustu fréttir úr Skagafirði.
Það koma nú svo enn nánari upplýsingar er nær dregur.
Sú ákvörðun var tekin af nokkrum afkomendum afa og ömmu á Grund að nýta pening sem ég hef lúrt á sem Matthildur átti, til að merkja leiðin þeirra afa og ömmu í Sauðaneskirkjugarði. Sá peningur hefði nægt fyrir einfaldri merkingu. Við tókum hinsvegar þá ákvörðun að fyrst við værum að gera þetta á annað borð að hafa það varanlegra. Þá er það líka dálítið mikið dýrara. Ég er búin að panta náttúrustein frá Álfasteini og verður hann komin á leiðin þegar við verðum þarna.
Þess vegna langar mig til að fara þess á leit við þá afkomendur og þá sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu að leggja til smá upphæð - frjálst framlag ( 500 kr. 2 þús. kr.) Margt smátt gerir eitt stórt.
Númerið á bókinni er 0302 13 228066 og kt. 230350-2139
Þá er bara að fara að finna prjónabrækurnar, ullarsokkana , stuttbuxurnar, bakpokana, stafina og skóna. Dusta af þessu rykið og byrja að æfa. Góða skapið er væntanlega notað allt árið og því órykfallið en munið samt eftir að taka það til.
Ekki meir að sinni en endilega komið með spurningar og ég mun gera mitt besta til að svara á meðan hinn helmingur nefndarinnar er í útlandinu.
Kveðja
Valdís frænka
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhver vandræði eru með að opna skjalið... kannski bara hjá mér.
kv. Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:59
Takk Guðbjörg fyrir ábendinguna. Þar sem ég er nú ekki sérlega góð í þessu dæmi þá kann ég ekki að laga þetta þarna. Ég ætla að senda þetta skjal í pósti.
Nú eru bara 14 dagar þangað til við getum sagt á morgun
Valdís frænka (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:27
get heldur ekki opnað og ekki skjalið sem sent var í tölvupósti en við Bjartur ætlum að fylgja með í skottinu á múttu
Kv
Gerður
Gerður (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:58
Lagaði skjalið til þannig að nú er það á .pdf formi og ætti að vera opnanlegt í flestum tölvum...
Kv.
Alda
Bakkafjölskyldan, 11.6.2008 kl. 21:31
Úúú mikið hlakka ég til.
Við Miðhúsafjölskyldan verðum í tjaldi þessa helgi...og vonandi margar aðrar í sumar
Sjáumst
Auður (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 08:36
Nú líkar mér við ykkur litla systir og litla barnið mitt, gat meira að segja prentað gistilistann út án vandræði.
Hlakka mikið til að koma norður og hitta ykkur öll, bráðlætið er svo mikið að við ætlum að mæta á miðvikudegi til að missa örugglega ekki af neinu, búin að bóka herbergi hjá Karenu frá miðvikudagskvöldi, vel örugglega besta herbergið.
Kveðjur
Lilla
Lilla (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:24
Héraðsbúar velta praktískum atriðum fyrir sér eins og hvort það séu dýnur á staðnum, leirtau og koníaksglös. Prufukeyrðum gönguskóna um helgina þegar við gengum upp að Kaldavatni með tengdamömmu. Vorum ánægð með skóna, stúlkurnar og tengdamömmu sem stikuðu fjárgöturnar léttar í spori. Sólarlagið í Öxarfirði í júní ~ ólýsanlegt ... hlökkum til að sjá ykkur, og jafnvel svolítið meira þegar skráð hefur verið að það verði svolítið stappað.
jóney (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:11
Sæl öll. Takk Alda að bjarga mér og minni bagalegu tölvukunnáttu ef hún fer út yfir dagslega notkun. Hulda Stefáns og fjölskylda er búin að bætast við en Óskar og Stefanía dottin út. Börnin þeirra koma. Nú fer að styttast og enn fleiri bangsaheimsóknir. Hvar verður sá þriðji?? Það verður hægt að fá dýnur á svæðinu og í félagsheimilinu er allt til als með eldunargræjur og leirtau. Endilega setjið hugmyndaflugið á stað og upphugsið eitthvað skemmtilegt að brasa á laugardagskvöldinu.
Kveðja
Valdís frækna
Valdís frænka (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 09:29
Kæru Langanesfarar
Æfingaprógrammið fer rólega af stað - Helgafell sunnan Hafnarfjarðar á þjóðhátíðardaginn + skoðunarferð um nýbyggingu Óskars og Stefaníu. Samanlagt drjúgur göngutúr. Við Gerður og Bjartur fáum gistingu í Rein á leiðinni austur - spurning hvort Hulda Stef. og fjölskylda verða komin á undan okkur og reyna að verja svæðið. Kemur örugglega ekki að sök þar sem löng reynsla er fyrir þanþoli gistirýmis á bænum þeim. Þori ekki að reikna með öðru en kuldaboli verði á Langanesinu með okkur. Aðalbjörg ráðleggur mér að taka heimskautaúlpuna með - úlpan sú er að vísu ljós, gæti líkst "áburðarpoka" til að sjá. Vara byssumenn hér með við - vona að þeir hemji sig og hólkana þótt þeir sjái eitthvað ljóst og bangsalegt koma úr hvarfi!
- Með góðri kveðju, Hildur frænka
-
Hildur frænka (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.