Nú styttist óðum.....

Sá þessa frétt á mbl.is,  ætli þetta sé eitthvað sem þyrftum að skoða nánar m.t.t. staðsetningar Bakkaröltsins í ár?

Kv. Guðbjörg 

 

Innlent | mbl.is | 20.6.2008 | 14:28

Þriðji ísbjörninn fundinn?Gróa Bergþórsdóttir grasafræðingur og Kristján Urriðason dýralæknir segjast  fullviss um að hafa séð til ísbjarnar á göngu sinni um Haugsöræfi í gær.  Þyrla landhelgisgæslunnar sem stödd var á Vopnafirði var strax send á svæðið til að freista þess að finna dýrið.  Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður náttúrustofu Norðurlands telur ekki ólíklegt að um sama dýr sé að ræða og sporin fundust eftir á Hveravöllum.  Norðaustlægar áttir hafi leitt dýrið austur á bóginn í fæðuleit og því sé ekki ólíklegt að ísbjörninn sé kominn á þessar slóðir.  Lögregluembættin á Húsavík og Seyðisfirði vilja koma því á framfæri til fólks um að vera á varðbergi þar sem um þekktar ísbjarnarslóðir sé að ræða.   Dýrið gæti leitað aftur til sjávar og ættu íbúar Þórshafnar, Bakkafjarðar og nágrannasveita að vera sérstaklega á varðbergi næstu daga og vikur og láta lögreglu vita ef til bjarndýrsins sést. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá kemst í feitt maður. Heil Bakkafjölskylda í matinn. Namm, namm. Farið að pússa byssurna drengir. Birgir M. það eru góðar líkur á að hitta björn hann er stærri en gæs. Spennó.

Hulda fr. (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:02

2 identicon

Tíhí - hasar í Bakkarölti þetta árið - ætli Valdís þori að bregða sér á bak við þúfu án fylgdarmanns með byssu?

En finnst samt engum öðrum skondið að grasafræðingurinn heiti Gróa og dýralæknirinn sé Urriðason? Næstum jafn sniðugt og háskólamenntaði fjallaleiðsögumaðurinn sem heitir Jökull Bergmann

Alda (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:12

3 identicon

Sko! Ef það verður eitthvað hvítt að angra okkur þetta Rölt, þá verður það sennilega ekki í formi bjarndýrs. Hins vega verða náttúrulega birnir á staðnum;  Aðalbjörn og Grétar Björn.

 Skv. veðurspá þá er nú sennilegast réttast að bera vel á skófatnað sinn, grafa upp vatnsheldan klæðnað og koma með nóg af hjartastyrkjandi. Allavega eru ekki líkur á því að sólaráburðurinn komi að neinum notum að þessu sinni. En það ætti nú ekki að koma í veg fyrir að allir mæti með sól í hjarta og bros á vörum

En til að fá tímasetningar ALVEG á hreint, hvenær á að leggja af stað í fyrstu gönguna??

Auður (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 12:23

4 identicon

Svona til að tryggja okkur því við erum svo góðu vön óskum við eftir 6 dýnum til að liggja á. Jamm áhyggjuefni fólks er svo mismunandi. Ég sakna Dóru af öllum listum ... Dóra ætlar þú ekki að mæta með einhverja karla?

kv. Jóney

Jóney (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:46

5 identicon

Úfffffff - tókst að brjóta í mér rifbein um helgina - andsk. óheppni

Eins og staðan er núna geri ég ekki ráð fyrir að mæta á Langanesið - en ætla að smjatta á verkjalyfjum og láta beinin gróa svolítið áður en ég tek endanlega ákvörðun á morgun.

Kv.

Alda

Alda (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:49

6 identicon

Æ, æ Alda mín ekki er þetta gott, maður á náttúrulega ekki að veltast um á djamminu helgina fyrir Bakkarölt  Vona að þú hressist, held þú verðir að taka tíma í að láta þetta lagast. Vonum það besta.

Kv. Jóney

Jóney (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:22

7 identicon

Hmmmmm... af hverju gera allir ráð fyrir því að ég hafi verið á djammi? Ég sem var í mikilli heilsubótarútilegu inni í Básum! Drakk ekkert annað en berjasafa og brauð í fljótandi formi (kannski eitt eða tvö koníaksstaup í bland), auk þess sem ég sýndi mikla heilsuræktartakta við varðeldinn!!!

Aldan (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:42

8 identicon

ÆÆÆ hrafallabálkur, þú verður nú bara að dæla í þið paródín forte og hananú, þig má ekki vanta frænka

Er annars farin að skipuleggja okkur Bjart í hausnum, ótrúlegt hvað lífið er einfalt þegar þarf bara að hugsa um okkur tvö, hehe

Nú eru bara 2 dagar þar til hersingin leggur í ' ann!  (Samflotið mikla, Gerður, Hildur og Bjartur, Guðbjörg, Pétur, Erna, Katla og Eyja og Alda sem ætlar að vera dugleg í paródíninu )

GP

Gerður

Gerður (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:13

9 identicon

Alda mín - við Valdís förum í boði Íbúfen þega

- Hildur frænka

Hildur frænka (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:47

10 identicon

Sko eins og kemur fram hjá Hildi þá er nú búið að fara nokkur Bakkarölt í boði Ibúfen. Alda bara gúffa nógu miklu í sig og bruna af stað. Húkkaðu þér bara far hjá einhverjum umhyggjusömum og  við skulum vera góð við þig þegar á leiðarenda kemur. Þig má nú ekki vanta. Þú getur sofið í stofunni hjá okkur öllum hinum á heldrimannagistiheimilinu. Þar ætlar Tungusíðuliðið að búa til eina stóra, stóra flatsæng aðfararnætur fimmtudags.

Jóney okkar, við skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þið fáið sexí dýnur er það ekki það sem þú ert að biðja um.

Það er nú ekki til að bæta svefninn þessa dagana að skrattans ísbirnirnir skulu nú endilega þurfa að fara á ísbjarnarrölt  til Íslands í ár.  Setjum allt okkar traust á þá Jóhann og Geira með byssurnar.

Dóra er eitthvað "snúin"  þessa dagana sagði tengdamamma hennar mér Það er mjög leitt, því við komum til með að sakna þeirrar fjölskyldu eins og allara sem ekki koma.

Leggjumst svo öll á eitt og biðjum um þurrt og þokulaust veður. Meira er bara tilætlunarsemi

Kveðja

V f og Þ H 

Valdís frænka og Þórdís Huld (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:17

11 identicon

Sorry - það er auðvitað aðfararnótt föstudagsins sem ungarnir úr Tungusíðu verða með okkur.

Stefnum á að hittast kl. 12:00 leggjum í hann kl. 12:30. Við þurfum að áætla ekki minna en ca. 7 klst. í þessa ferð. Þreyttar lappir að kvöldi. Hún ku vera dálítið brött en gengið verður eftir slóða. Jónas frændi okkar á Hallgilsstöðum mun leiða okkur áfram þessa göngu og væntanlega líka gönguna á föstudaginn. Gott að hafa heimamann með í för.

Kveðja

VG

Valdís frænka (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband