30.6.2012 | 14:37
Lokaskipulag Bakkarölts 2012
Sælir Bakkaröltarar nær og fjær
Þá kemur hér lokaskipulag fyrir Bakkaröltið í Skagafirði árið 2012.
Fimmtudagur:
Mæting í Ljósheima frá hádegi og fram eftir degi.
17:00 Lagt af stað í göngu á Mælifellshnjúk. Það tekur um 40-50 mín að keyra þaðan sem gengið er og svo gerum við ráð fyrir 3-4 klst. í gönguna sem er meðalerfið fjallganga. Gott kvöldrölt en nauðsynlegt að hafa nesti til að seðja sísvanga Bakkamaga!
17:00 eða síðar. Fyrir þá sem ekki treysta sér í fjallgöngu er upplagt að skoða og leika sér í Borgarsandi sem er 4 km. löng sandfjara rétt hjá Ljósheimum.
Föstudagur:
10:00 Göngufólk og bílferjar leggja af stað í Gilsbakka þar sem gengið verður yfir í Merkigil og þaðan í Ábæ í Austurdal undir leiðsögn Gísla Rúnars sem er vanur leiðsögumaður á þessum slóðum. (700 kr. á hvern fullorðinn fyrir leiðsögnina). Farið er sem leið liggur að Varmahlíð en beygt til vinstri eins og halda eigi áfram til Akureyrar. Keyrt uns komið er að bænum Silfrastöðum en þá er beygt út á þjóðveg 759 sem liggur eftir Kjálka og keyrt að bænum Gilsbakka. Um 50 mínútna akstur frá Ljósheimum.Gísli Rúnar ætlar í gönguna um 5-6 tíma með því að njóta leiðarinnar í rólegheitum og fá fræðslu um það sem fyrir augu og eyru ber.
Fyrir kjarkaða er svo um 4 km gangur frá Ábæ að kláfi sem er yfir Jökulsá eystri. Þeir sem eru áhugasamir um slíkan ferðamáta geta hugsanlega tekið sér far með kláfinum fram og til baka!
Þeir sem fara á bílum keyra einnig í Varmahlíð en halda áfram eftir vegi 75 með því að beygja til vinstri stuttu eftir að keyrt er í gegn um Varmahlíð. þaðan förum við á veg 752 og síðan förum við á veg 758 og sem leið liggur að Ábæ. Gljúfrið um Austurdal er brúað rétt sunnan við bæinn Merkigil en vegurinn handan brúarinnar er ekki fær lágum fólksbílum en jeppum og jepplingum. Leiðin í Ábæ getur tekið rúmar tvær til tvær og hálfa klukkustund.
Mælum með að hafa sundfötin í bílunum og fara í sundlaugina í Varmahlíð í bakaleiðinni. Hún er opin til kl. 21:00.
Um kvöldið etur hver úr sínum aski og síðar er bingo í boði fyrir þá sem það vilja svo fremi að ekki verði komið allt of nálægt háttatíma!
Laugardagur:
10:00 Ekið norður á Höfða á Höfðaströnd og gengið þaðan út í Þórðarhöfða. Hringur genginn um höfðann og sama strönd tekin í bakaleiðinni. Um 3-4 klst. ganga. Gott að hafa göngustafi eða prik þar sem kríur gætu gert okkur lífið leitt í upphafi og lok ferðar!
Fyrir þá sem ekki treysta sér í þessa göngu er upplagt að fara að Hólum í Hjaltadal og skoða sig um þar og fara síðan á Vesturfarasetrið á Hofsósi sem er mjög skemmtilegt safn fyrir unga sem aldna.
Hóparnir hittast svo í nýrri og glæsilegri sundlaug á Hofsósi sem óhætt er að mæla með. Munið því að hafa sundfötin í bílnum!
Um kvöldið er svo sameiginlegur kvöldverður kl. 19:00 en hver og einn sér um sína drykki. Að sjálfsögðu höfum við gaman saman.
Fúsa flakkara vantar nýtt heimili og að venju mun hann falast eftir því á laugardagskvöldið! J
Er ekki einhver kominn á fullt með skipulag?
Sunnudagur:
Allir taka sig saman í rólegtheitum eða flýti allt eftir því sem hentar hverjum og einum best. Knúsumst og/eða köstum kveðju hvert á annað og hlökkum til næsta Bakkarölts.
Aðstaðan - gisting
Ljósheimar: Ljósheimar eru við þjóðveg 75, rétt sunnan við Sauðárkrók. Tjaldstæði eru í kringum húsið og hægt að komast í rafmagn fyrir þá sem hafa langar snúrur. Inni í húsinu eru góðar snyrtingar en engar sturtur. Aðgangur að litlu en fullbúnu eldhúsi og stórum veislusal sem rúmar 100 manns í sæti. Við fáum einnig aðgang að 3-4 stórum kæliskápum. Á annarri hæð er stórt herbergi þar sem verða dýnur á gólfi fyrir þá sem þar gista. Þar er einnig sjónvarp fyrir fréttasjúka.
Glæsibær: Bærinn Glæsibær er í um 7 km fjarlægð suður af Ljósheimum við þjóðveg nr. 75 (15 km frá Varmahlíð). Þar eru 7 rúm í 4 herbergjum en gestir þurfa að koma með sængurfatnað með sér. Aðgangur að fullbúnu eldhúsi, ísskáp, stofu og heitum potti. Húsráðandi tekur á móti fólki frá hádegi á fimmtudegi. Búið verður að greiða fyrir gistinguna og því rukkað með uppgjöri síðar.
Brennigerði: Bærinn Brennigerði er staðsettur í hlíð beint á móti Ljósheimum. Þar er gist í 2ja manna uppábúnum herbergjum, aukadýnur fyrir börn. Aðgangur að setustofu og kæliskáp. Greiða þarf gistingu hjá húsráðendum en þeir eru ekki með neinn posa svo hér þarf að muna eftir peningum.
Sameiginleg máltíð á laugardagskvöldið hefst kl 19:00 og ætlum við að gæða okkur á lambakjöti með tilheyrandi meðlæti ásamt nýbakaðri eplaköku með þeyttum rjóma í eftirrétt. Hver og einn sér um sína drykki.
Verðskrá | ||
Gisting | ||
Ljósheimar, tjaldbúðir | 1.200 kr. | hver nótt fyrir 20 ára og eldri, frítt fyrir aðra |
Ljósheimar, flatsæng á 2. hæð | 2.000 kr. | hver nótt fyrir 20 ára og eldri |
Glæsibær, svefnpokapláss | 3.000 kr. | hver nótt fyrir hvert rúm |
Brennigerði, uppábúin rúm | 5.800 kr. | hver nótt fyrir 13 ára og eldri |
Matur á laugardagskvöldi | ||
Eldri en 12 ára | 3.500 kr. | |
6-12 ára | 500 kr. | |
0-5 ára | 0 kr. | |
Annað | ||
Aðstöðugjald fyrir þá | 500 kr. | Heildargjald fyrir hvern fullorðinn |
sem ekki gista í Ljósheimum | ||
Leiðsögn í Merkigilsgöngu | 700 kr. | 13 ára og eldri |
Heildaruppgjör verður sent út til hvers og eins núna eftir helgina.
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja
Kristjana og Guðbjörg (Kvartanir berist til Höllu J)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2012 | 10:44
Heill og sæll ágæti frændgarður og fylgifiskar.
Sumardagurinn fyrsti nálgast óðum og fyrir okkur Sunnlendinga þýðir það aðeins eitt sólin komin til að vera og allt sett í fimmta gírinn við undirbúning sumarhátíðarinnar miklu Bakkarölt 2012.
Mál dagsins er að koma öllum fyrir í hentuga gistingu því sitt sýnist hverjum og þarfir afar mismunandi. Gera má ráð fyrir því að flestir kjósi útilegustemminguna og sjái um að viðhalda tjald/hjólahýsa/fellihýsa stemmingunni í Ljósheimum þar sem aðstaða er til fyrirmyndar.
Aðrir kjósa frekar gistingu í rúmum í bændagistingu eða á flatsæng á háalofti Ljósheima en þar eru Steinunn, Hannes og Hulda G nú þegar búin að tryggja sér pláss. Mögulega er pláss fyrir tvo til viðbótar þar.
Það er hreinlega allt að verða vitlaust í bókunum á lúxus gistingu ( doldið svona 2007...) og nú þegar erum við búnar að fylla Glæsibæ með glæsilmennum úr okkar röðum þeim Aðalbjörgu, Lillu, Hildi og Valdísi ásamt fylgifiskum.
Við sáum því strax að eftirspurn er mikil eftir gistingu í þægilegri kantinum. Við höfum því tekið frá fleiri rúm/herbergi í Brennigerði sem er örstutt frá Ljósheimum. (jafnvel í göngufæri) Um er að ræða þrjú tveggja manna herbergi og kostar nóttin þar 3.900 pr.mann í svefnpokaplássi. Þar sem slíka gistingu þarf að panta með löngum fyrirvara þurfum við að fá að vita sem fyrst ef einhverjir hafa áhuga á þessari gistingu.
Nánar um gönguleiðir og fleiri praktískar upplýsingar síðar.
Kveðja,Kristjana, Guðbjörg og Halla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2012 | 11:15
Bakkarölt 2012
Heilir og sælir kæru Bakkaröltarar
Takk fyrir síðasta Bakkarölt sem enn er í fersku minni.
Nú er komið að því, stund og staður næsta rölts hefur verið ákveðinn og húsnæði/tjaldstæði staðfest. Við ætlum aðeins að seinka röltinu þetta árið og athuga hvort veðurguðirnir verði okkur ekki einstaklega hliðhollir 5.-8. júlí 2012.
Eins og gefur að skilja verður aldrei á allt kosið og stærsti ókosturinn við næturstað tjald/fellihýsa/hjólhýsabúa er að hann er nokkurn veginn við þjóðveginn, þó ekki þjóðveg nr. 1! En staðurinn sem flestir munu halda til á heitir Ljósheimar og er félagsheimili eldri borgara á Sauðárkróki og stendur rétt utan við bæinn. Þar er salur sem tekur yfir hundrað manns í sæti, ágætis eldhúsi, snyrtingum, einni sturtu og herbergi uppi þar sem nokkrir geta gist í flatsæng ef vill. Fjórir stórir kælar eru til staðar í húsinu auk þess sem við getum fengið kvöldverð á laugardagskvöldinu á sanngjörnu verði. Utan við húsið er stór flöt þar sem gott er að koma hinum ýmsu hýsum fyrir. Einnig höfum við bókað hús sem heitir Glæsibær og er í 5-10 mín. akstursfjarlægð frá Ljósheimum. Þar eru þrjú tveggja manna herbergi og eitt eins manns herbergi og góðir gistimöguleikar í bændagistingu allt í kring.
Eins og þið sjáið er því meiningin að skoða Skagafjörðinn og okkur sýnist af nógu að taka og því næsta skref að rölta/príla/klifra/keyra slóðir og stíga þar um slóðir.
Vonum að ykkur lítist ágætlega á þetta og fjölmennið í Skagafjörðinn.
Bestu kveðjur
Kristjana (verkstjóri), Guðbjörg (framkvæmdakona) og Halla (samþykkjari)
Bloggar | Breytt 13.4.2012 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.6.2011 | 13:50
Bakkafúsapési 2011
ÁÐUR EN LAGT ER AF STAÐ
Tjaldbúar - hafi meðferðis allan útilegubúnað. Hægt verður að komast í rennandi kalt vatn og vask á tjaldsvæðinu og í bragganum verða rafmagnshellur, borð og stólar. Náðhús með tveimur sætum. Eitt herbergi er laust í kjallarnum í Gamla bænum og einnig er þar eitt klósett og lítill kæliskápur.
Íbúar Gamla bæjarins (Valdís, Erla og Eyja) hafi meðferðis sængur, kodda og rúmföt, þurrkustykki, handklæði, o.þ.h. Fyrir er borðbúnaður fyrir 10-12 manns, tvö klósett, ein sturta og heitur pottur sem allir hafa aðgang að. ATH að kælipláss í ísskáp er takmarkað. Húsinu skilað hreinu fyrir brottför á sunnudeginum.
Íbúar Miðhúsa (Aðalbjörg, Stefán, Hildur, Palli, Steina, Hannes, Hulda og Gunnar) hafi meðferðis rúmföt (sængur á staðnum), þurrkustykki og bekkjaríur, handklæði o.þ.h. Fyrir er borðbúnaður, heitur pottur og sturta (nánar á www.nonnahus.is) . Húsinu skilað hreinu fyrir brottför á sunnudeginum.
LEIÐARLÝSING Í ÞRÁNDARHOLT
Þegar ekið er austur frá Selfossi eftir þjóðvegi eitt að Skeiðavegamótum er beygt til vinstri við skilti merkt Flúðir og sem leiðin liggur upp Skeið að vegamótum merktum Árnesi, þar sem beygt er til hægri. Þrándarholt er fyrsti bærinn sem komið er að á vinstri hönd. Brunið beint í hlað.
FIMMTUDAGUR
Um og upp úr hádegi Bakkaröltarar mæta á svæðið og búa um sig í Þrándarholti og Miðhúsum.
Kl. 16.00 Stutt ganga (um 2 klst) í nágrenninu. Aðeins á fótinn, en ekkert óyfirstíganlegt.
Eftir göngu er frjáls tími. Ef gott er veður væri nú ekki leiðinlegt að grípa sér bauk í hönd og vappa um 200 m að haug Þrándar mjöksiglandi Bjarnarsonar.
FÖSTUDAGUR
Þennan dag er þrennt í boði sem val er um:
Val A:
Gaukur - Ganga fyrir þessa gangsömu - 6 ára og eldri
Kl. 9.30 lagt af stað á bílum (fólksbílafært, en þó ekki fyrir mjög lága bíla) Ekið inn í Þjórsárdal og sem leið liggur inn að Hólaskógi (Gangnamannahús) og þar inn eftir og upp að Háafossi. Þaðan verður gengið niður Fossárdalinn og að Stöng þar sem við hittumst öll, líklega um kl. 15. Þar skal áð um hríð og skoða fornmynjarnar uns lagt verður af stað (gangandi) inn í Gjá þar sem ljúft er að hvíla lúin bein.
Val B:
Þuríður ganga fyrir þessa rómantísku
kl. 12 lagt af stað á bílum (allt fólksbílafært) inn í Þjórsárdal og komið við hjá Hjálparfossi, síðan ekið að Stöng. Þeir sem vilja geta gengið upp með Fossá á móti Gaukunum . Gaukar, Þuríðar og Steinólfar ganga svo saman aftur niður að Stöng þar sem allir hittast og skoða fornmynjarnar. Þaðan verður svo gengið í Gjána.
Val C:
Steinólfur fyrir þá sem vilja ganga stutt.
Þeir sem velja þessa leið geta átt frjálsan tíma framan af. Kl. 15 hittumst við öll að Stöng, skoðum fornmynjarnar og göngum svo saman inn í Gjá, en þangað er stutt ganga. (Þangað má líka keyra).
LAUGARDAGUR AFMÆLISDAGUR ÖMMU,
FJÖLSKYLDU- OG SAMVERUDAGUR
ATH: Hafa skal meðferðis pylsur, pylsubrauð og drykki þar sem við ætlum að grilla saman inni í Þjórsárdal í hádeginu. (við sköffum tómatsósu og sinnep o.þ.h.) Hafið með ykkur sundföt fyrir þá sem vilja fara í sund á heimleiðinni.
Kl. 10.30 Ekið inn í Þjórsárdal og beygt til vinstri þar sem stendur gönguleiðog sést í göngubrú yfir Sandá. Þar röltum við inn í skóginn og grillum okkur pylsur í svanginn.
Næst förum við í Þjóðveldisbæinn. (sjá kortið)
Síðast förum við inn hjá Búrfellsvirkjun að Búrfellsskógi (sæmilega háir fólksbílar komast). Þar röltum við í um 2 klst, skoðum Þjófafoss og fáum okkur bita.
Á heimleiðinni geta þeir sem vilja skoðað sýningu í Búrfellsvirkjun (opið 10-17) og farið í sund (Neslaug, Árnesi er opin til kl. 18). Þegar heim er komið bregðum við e.t.v. á leik fram að sameiginlegri kvöldmáltíð í bragganum kl. 20.00. Hver útvegar drykki fyrir sig, en maturinn kemur til okkar. Guð má vita hvað gerist eftir það...
SUNNUDAGUR
Prjóna að fingrum fram... (Miðhús þarf að tæma og þrífa fyrir kl. 12)
MUNUM EFTIR...
- Nesti í ferðirnar (þarf ekki á fimmtudeginum)
- Vaðskó á föstudag
- Flugnanet plástra eða annað á hælsæri pappír göngustafi og sólgleraugu sólarvörn...
- Aur í Þjóðveldisbæinn á laugardaginn.
- Drykkir fyrir sameiginlegu máltíðina á laugardagskvöldinu.
ÞJÓNUSTA OG AFÞREYING
Í byggðarkjarnanum Árnesi (5 mín. akstur) er:
Árborg - búð með helsu nauðsynjum. Opið frá kl. 9-21, en kl. 10-21 á sunnudögum
Matstofan veitingastaður, opnar kl. 11.30. Þar er einnig bændamarkaður.
Þjórsárstofa fróðleikur/sýning um landið, náttúruna og mannlífið á svæðinu. Opin alla daga kl. 10-18
Neslaug opnunartímar: Fimmtud. og föstud. kl. 14-18 / laugard. og sunnud. kl 12-18
Skeiðalaug, Brautarholti opnunartímar: Fimmtud. kl. 14-21 / föstud. 14-18 / laugard. og sunnud. 12-18
Í öllum sveitum leynast hættur ekki síst fyrir stubbana okkar. Okkur langar að benda á að klettarnir fyrir ofan bæina eru mjög varhugaverðir þar hrundu gróthnullungar í jarðskjálftunum svo að þar ætti enginn að klifra. Einnig er þakið á fjárhúsunum ofan við Gamla bæinn komið til ára sinna og ekki óhætt að klifra á því. Svo gæti heystæðan verið freistandi fyrir litla fætur að klifra upp á en það er bannað. Nú og svo allt hitt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2011 | 19:52
5 dagar í Bakkarölt 2011 í Þrándarholti
Heil og sæl.
Þetta styttist óðum, bara fimm dagar og sumir eru lagðir af stað. Ég hlakka mikið, mikið til og ákvað að setja inn nokkrar Bakkaröltsmyndir valdar af handahólfi.
Ég vona svo innilega að veðurguðir verði okkur hliðhollir og að þeir haldi áfram með þetta góða veður sem við höfum haft hér undanfarið. Eins og prinsessan á þessum bæ orðar það, það hefur verið tásu- og bolaveður. Það gæti orðir fluga inni í Þjórsárdal svo gott væri að hafa flugnanet meðferðis.
Ég vænti þess að það sé verið að æfa skemmtiatriði hér og þar sem hægt væri að flytja í bragga, skógi, holti eða bara þar sem hentar best. Eins og sjá má á myndum þá ...
Fúsi er fullur tilhlökkunar hér í vínskápnum í Skeiðháholti og veltir því fyrir sér hver muni fóstra hann að Bakkarölti liðnu. Er einhver volgur?
Bakkapési hefur væntanlega borist ykkur með pósti með upplýsingum og dagskrá. Endilega sendið inn fyrirspurnir ef einhverjar vakna. Pésinn er væntanlegur hér á síðuna innan skamms.
Hlakka til að sjá ykkur
Bestu kveðjur ...
F.h. Selfoss-systra, Kristín frænka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2011 | 16:35
Nýr þátttökulisti
Sælinú! Hér eru nýjustu upplýsingar um mætingu. Gaman hvað hvað margir geta komið. Ef þið sjáið einhverjar vitleysur í þessu látið þá bara vita.
Gisting | Matur á laugardagskvöldinu | ||||||
Tjald | tjaldvagn fellihýsi hjólhýsi | Gisting í rúmi | 0-5 ára | 6-12 ára | 13 ára og eldri | ||
Steinunn og Hannes | 2 | 3 | |||||
Kristjana og Sigurgeir | 1 | 1 | 2 | 2 | |||
Auður og Unnsteinn | 1 | 2 | 2 | ||||
Huld og Helga | 1? | 1? | 1? | ||||
Steina og Biggi | 1 | 3 | |||||
Brynja | 1 | ||||||
Valdís | 1 | 1 | Þrándarholt | ||||
Gerður og Þórhallur | 1 | 1 | 2 | 2 | |||
Eyja | 1 | 1 | Þrándarholt | ||||
Aðalbjörg og Stefán | 2 | 2 | |||||
Hulda og Gunnar | 2 | 2 | |||||
Kristín og Bragi | 1 | 1 | 1 | 2 | |||
Guðbjörg og Gulli | 1 | 2 | 1 | 2 | |||
Gunnlaugur og Jóney | 1 | 1 | 2 | 2 | |||
Hildur og Palli | 2 | 2 | |||||
Erla | 1 | ||||||
Gunnlaugur Páll | 1 | 1 | |||||
Hulda og Biggi | 1 | 2 | 2 | ||||
Óskar og Stefanía | 1 | 2 | 3 | ||||
Þórdís | 1 | ||||||
Lilla | 1 | ||||||
Bjarki og Anna María | 1 | 1 | 3 | ||||
Guðbjörg og Halla | 1 | 1 | 4 | ||||
Magnea og Ingvar | 1 | 2 | 1 | 2 | |||
Alda (driving Mrs Lilla) | 1 | 1 | |||||
Sigmar og Lína | 1 | 2 | 2 |
Bloggar | Breytt 27.6.2011 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2011 | 22:24
Nýjasti þátttökulistinn
Þá er kominn hér nýjasti þátttökulistinn. Ef okkur hefur yfirsést með skráningar þá biðjum við ykkur um að láta okkur vita
| Gisting | Matur á laugardagskvöldinu | |||||
Tjald | tjaldvagn fellihýsi hjólhýsi | Gisting í rúmi | 0-5 ára | 6-12 ára | 13 ára og eldri |
| |
Steinunn og Hannes | 1 |
| 2 |
|
| 3 |
|
Kristjana og Sigurgeir | 1 | 1 |
| 1 | 2 | 2 |
|
Auður og Unnsteinn |
| 1 |
| 2 |
| 2 |
|
Huld og ?Helga? | (1) | (/1) | 1? |
|
|
|
|
Steina og Biggi |
| 1 |
|
|
| a.m.k.2 |
|
Brynja |
|
|
|
|
| 1 |
|
Valdís |
|
| 1 |
|
| 1 | Þrándarholt |
Gerður og Þórhallur |
| 1 |
| 1 | 2 | 2 |
|
Eyja |
|
| 1 |
|
| 1 | Þrándarholt |
Aðalbjörg og Stefán |
|
| 2 |
|
| 2 |
|
Hulda og Gunnar |
|
| 2 |
|
| 2 |
|
Kristín og Bragi | 1 |
|
| 1 | 1 | 2 |
|
Guðbjörg og Gulli | 1 |
|
| 2 | 1 | 2 |
|
Gunnlaugur og Jóney |
| 1 |
| 1 | 2 | 2 |
|
Hildur og Palli |
|
| 2 |
|
| 2 |
|
Erla |
|
| 1? |
|
|
|
|
Gunnlaugur Páll | 1 |
|
|
|
| 1 |
|
Hulda og Biggi |
| 1 |
|
|
|
|
|
Óskar og Stefanía | 1 |
|
|
| 2 | 3 |
|
Þórdís |
|
|
|
|
| 1 |
|
Lilla |
|
|
|
|
| 1 |
|
Halla og Guðbjörg | 1 | 1 | 4 |
Hér koma myndir úr Bakkaröltinu frá því í fyrra.
Það styttist óðum ...
Heyrumst fljótlega aftur
Bestu kveðjur, Selfoss-systur
Bloggar | Breytt 17.6.2011 kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2011 | 11:37
24 dagar í Bakkarölt 2011
Heil og sæl.
Takk fyrir góð viðbrögð við síðasta bréfi. Ný þátttökulisti berst til ykkar í dag eða á morgun.
Senn fer að líða að því að við þurfum að fara að gefa upp fjölda í mat. Ef einhverjir eru nú þegar ekki búnir að skrá sig en hafa ákveðið að koma og borða laugardagskvöldinu væri gott að fá að heyra frá þeim.
Það er sól á suðurlandi en aldrei þessu vant svolítið hvasst. Hann er nú bara aðeins að blása úr sér fyrir Bakkaröltið og svo ætlar hann að hlýna líka
Þá er komið að næstu myndagetraun og í þetta sinn eru myndirnar fjórar.
Hvar eru myndirnar teknar og hvað heita fjöllin?
Koma svo ...
Bestu kveðjur, Selfoss-systur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2011 | 11:41
Myndagetraun 3 - Aðeins 40 dagar í Bakkarölt 2011
Það var lagið Bjarki ... Þetta gat ekki verið betra. Myndagetraun 2 er leyst.
Ég er alveg sammála henni Hildi frænku minni að þetta hefði alveg getað verið Þingvallavatn
Þá er komið að myndagetraun 3.
Hvar og hvenær er myndin tekin?
Einn, tveir og byrja ...
Það styttist í herlegheitin, aðeins 40 dagar í Bakkarölt 2011. Frost er farið úr jörðu svo hér förum við að reima á okkur gönguskóna og mæla vegalengdir og göngutíma.
Varðandi skráningar þá langar okkur að biðja þá sem ekki enn hafa skráð sig og hafa hugsað sér að hafa húsþak yfir höfði sér að skrá sig sem allra fyrst. Eins og staðan er núna er einungis búið að fylla annað húsið svo við þurfum fljótlega að taka ákvörðun með framhaldið
Hafið það öll sem allra best og hlakka til ...
Kveðja, Kristín frænka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.5.2011 | 16:13
Bakkarölt 2011 - Nýjustu fréttir
Kæru Bakkaröltarar.
Það styttist óðum í Bakkaröltið okkar, ekki nema 46 dagar til stefnu. Þegar hafa 44 skráð sig og vonumst við eftir fleiri fari að taka við sér.
Við sendum hér drög að kosnaðaráætlun og styðjumst við upplýsingar frá Valdísi frá því í fyrra.
Nonnahús (Miðhús) er í 1,8 km fjarlægð frá Þrándarholti. Mjög vistlegt hús með heitum potti o.fl, www.nonnahus.is . Við sömdum sérstaklega um verð.
Þrándarholt, gamli bær, er það hús sem stendur næst Þrándi, klettinum sem Þrándarholt er nefnt eftir. Þar eru fjögur herbergi sem rúma hvert 3-6 manns.
Félagsaðstaðan verður í Bragganum og tjaldstæði bak við hann og gamla bæinn.
Við vekjum athygli á því að í Þrándarholti verður útilegustemning og þar ætlum við að borða saman. Við erum að vinna í því að í Bragganum verði einhver eldunaraðstaða.
Grillvagninn mætir á staðinn á laugardagskvöldinu. Við þurfum ekkert að gera annað en að borða og njóta (ekkert uppvask , þeir koma með allt sem til þarf, nema drykkjarföng).
Bakkarölt 2011 Áætluð verðskrá :
Nonnahús hjónaherbergi kr. 18.000.- (þrjár nætur)
kojuherbergi kr. 16.000.- (þrjár nætur)
dýna, t.d. í stofu kr. 4.000.- (þrjár nætur)
Þrándarholt hjónaherbergi kr. 12.000.- (þrjár nætur)
(gamli bær) önnur herbergi kr. 10.000.- (þrjár nætur)
Tjaldaðstaða (við gamla bæinn) kr. 2.000.- 2.500.- (fer eftir fjölda)
Félagsgjöld (á hvern fullorðinn) kr. 2.500.- (fer eftir fjölda)
Grillmáltíð á laugardagskvöld kr. 3.500.- (fullorðnir)
(Hármarksverð, fer eftir fjölda) kr. 1.700.- (6-12 ára)
kr. 1.000.- (3-6 ára)
Séð heim að Þrándarholti. Hús Magneu og Ingvar er lengst til vinstri á myndinni og Þránd ber þar við.
Skráningar sem þegar hafa borist eru sem hér segir:
| Gisting | Matur á laugardagskvöldinu | |||||
Tjald | tjaldvagn fellihýsi hjólhýsi | Gisting í rúmi | 0-5 ára | 6-12 ára | 13 ára og eldri |
| |
Steinunn og Hannes | 1 |
|
|
|
| 3 |
|
Kristjana og Sigurgeir | 1 | 1 |
| 1 | 2 | 2 |
|
Auður og Unnsteinn |
| 1 |
| 2 |
| 2 |
|
Huld og Jóhann | 1 | /1 |
|
|
| 4 |
|
Steina og Biggi |
| 1 |
|
|
| a.m.k.2 |
|
Brynja |
|
|
|
|
| 1 |
|
Valdís |
|
| 1 |
|
| 1 | gamla bæ |
Gerður og Þórhallur |
| 1 |
| 1 | 2 | 2 |
|
Eyja |
|
| 1 |
|
| 1 | gamla bæ |
Aðalbjörg og Stefán |
|
| 2 |
|
| 2 | Nonnahús |
Hulda og Gunnar |
|
| 2 |
|
| 2 | Nonnahús |
Kristín og Bragi | 1 |
|
| 1 | 1 | 2 |
|
Guðbjörg og Gulli | 1 |
|
| 2 | 1 | 2 |
|
Magnea og Ingvar | 1 |
|
| 2 | 1 | 2 |
|
Ef einhverjir hafa skráð sig og eru ekki á lista vinsamlegast látið okkur vita.
Við vonum að þessar upplýsingar gefi ykkur hugmynd um verð og aðstöðu. Minnum á sundlaugar og verslun í nágrenninu.
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur um gönguleiðir, dagskrá og annað fyrirkomulag.
Bestu kveðjur, Selfosssystur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar