HVAR ER BAKKARÖLT NÆST????

Góðan og blessaðan daginn!!

Takk fyrir síðst þið sem ég hitti í gær.  Í svefnrofunum í nótt (eða milli gjafa Wink) fattaði ég að mar bara geymdi að fá fréttir af næsta "Rölti" ég spyr því hver ætlar að taka að sér næsta rölt og HVAR Á ÞAÐ AÐ VERA?? bara svona svo mar geti byrjað að hlakka til hehe.

kv

Gerður24jun 018


Einn, tveir og...

Erla sýpurJæja!

  • Gönguskór: klárir
  • Sólarvörn: klár
  • Stuttbuxur: klárar
  • Úlpa: klár
  • Grillmatur: klár
  • Bjór: klár
  • Seglagerðin Ægir: klár
  • Sunddót: klárt
  • Tvöfalt uppblásið undirlag: klárt

Þá vantar bara elstu systur og yngstu systur og þá er ég klár!

Hlakka til að sjá ykkur öll - í síðasta lagi á laugardag Joyful

Aldan


Ekki á morgun, ekki á hinn, heldur hinn...

SullumbullJæja gott fólk!

Nú röltum við af stað eftir þrjá daga - og eftir sex daga sitjum við á þúfu og samfögnum afmælisbarninu. Gaman væri nú að fá að sjá lista hjá Stekkholtshyskinu yfir hverjir mæta og hvenær.

Mamma er byrjuð að skipuleggja mat og drykk og ætlar að fóðra örverpið á morgnana og svo geri ég fastlega ráð fyrir að konan á áttræðisaldrinum geri gott stopp í versluninni með veigarnar. Whistling

Fyrir veðuráhugamenn þá er komin spá fyrir helgina: http://vedur.is/vedur/spar/stadaspar/sudurland/ - við getum alltaf talað um veðrið ef fólk hefur ekkert að segja núna næstu daga...

Kveðja,

Aldan


Myndir úr Borgarfirði 2004

Litla fossmeyjanJæja, þá kom ég mér loksins í að setja þetta inn - myndir úr Bakkaröltinu í Borgarfirði. Þið finnið hlekkinn í tenglalistanum til vinstri - og getið líka farið hér: http://www.aldanet.is/bakkarolt_2004.htm.

Kv.

Aldan Joyful


Upplýsingar

Heil og sæl.
Þá skal hefja upplýsingaflæði.
Hótel Rangársel er í landi Stokkalækjar sem er upp á hæð til vinstri en okkar hýbýli eru niðri í laut til hægri, vel merkt þegar ekið er upp eftir. Áberandi mjólkurbrúsar á brúsapallinum. Það er um 10 mín. akstur frá hringveginum stuttu fyrir vestan Hvolsvöll. Það er sundlaug og verslun bæði á Hellu og Hvolsvelli sem er í 15 mín ekstri úr náttstað, svo auðvelt er með aðdrætti og mannþvotta.
Það er allt til staðar hvað eldhúsbúnað varðar, diskar, hnífapör, glös til margs konar nota en lítið um potta en við bætum úr því mæðgurnar. Örbylgjuofn og kæliskápur sem við þurfum að deila saman(annar minni á barnum til að kæla bjórinn). Uppþvottavél, kaffivélar og 8 hellur til að elda á.
Borð, bekkir og stólar á staðnum og svo geri ég ráð fyrir að tjaldbúar séu með slatta af útilegudóti. Sem sagt allt til alls vantar bara ykkur og matinn. 
Pláss er fyrir dýnur á herbergjunum en þær verðið þið sjálf að skaffa.
Matur á laugardagskvöldið
Hverjir koma í mat? þarf að fá meldingu um það ekki seinna en um hádegi á mánudag ef þið mögulega getið.  Nokkrir eru búnir að láta vita, en á listanum í viðhenginu sem fylgir eru nokkur spurningamerki sem gott væri að fá svör við.
Í matinn eru grillaðar framhryggjasneiðar að Stekkholtshætti, hrásalat, kartöflusalat. baunir og sósa. Frjálslegt borðhald út um allt tún og engi þess vegna.. Vætuna skaffar hver sjálfum sér.
Treysti á að það komi fullt af jeppafólki í gönguna á fimmtudag því þá þarf að ferja bílstjóra.
Munið ? ? ? ? merkin
 Sendið fleiri fyrirspurnir ef einhverjar eru.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur Stekkholtsröltarar.

Eru nokkrar flugur þarna?

Fæ bara hroll þegar minnst er á ískáp... hann er bara góður til að kæla bjór (sem mamma drekkur lítið af).

Verða nokkrar flugur á svæðinu?  Kominn með sumarskammtinn af þeim.  Ekki nema rúmlega 40 bit á einni helgi (sem komin eru í ljós). Við erum þá að tala um alvöru kaun og er ég þá nógu hornóttur fyrir. Samtals bit í fjölskyldunni losa rétt innan við 200.

Annars er sól og sumar í Kanada.  Vorum í sumarbústað inni í skógi um helgina, við vatn, utan GSM síma, og með helling af flugum sem fundu gæðablóðið.

Kv.

Bjarki og co. 


Aðstaðan í Rangárseli

Jæja - nú er maður byrjaður að pakka. Móðir mín ástkær var að hafa áhyggjur af því hvort hún þyrfti að taka með sér rafmagnsísskáp og gaseldavél eða hvort þess háttar væri á staðnum. Hvernig er það, höfuðröltarar 2007, þarf hún að taka búslóðina eða dugar henni að koma með mat og drykk.

Bíð spennt eftir niðurstöðu - Alda


Gönguprufur

Má til með að segja aðeins frá prufugöngum vorsis.

Vaknaði kl. 7 einn sunnudagsmorgun í vor. Sólin baðaði allt með geislum sínum. Nú var lag að prufa Þjórsárbakkana. Er nú gönguvinur minn vaknaður svo snemma? Dónaskapur að rífa heiðarlegt fólk upp á helgum degi. Gönguvinur minn heitir Gunnhildur Anna Vilhjálmsdóttir af góðum  Fáskrúðsfjarðarættum, nánar tiltekið frá Tungu. Vissi af fólki með lifandi vekjaraklukku, fór þangað til að semja um að sækja okkur á endastöð. Auðsótt mál. Þau eru með afbrigðum greiðvikið fólk Gulli og Guðbjörg.  Fór síðan á Víðivellina þar sem erindi mínu var vel tekið eins og alltaf ef Stekkholtsfjölskyldan þarfnast aðstoðar. Ótrúlegar mæðgur hvað góðvild snertir. Valdís kannast við það frá fornu fari. Ókum austur að Skarði með nesti og gamla skó, niður fyrir fjárhúsin og lögðum bílnum. Þykkna tók í lofti og gola af suðri. Við, fullar orku, þrömmuðum af stað kl. 12. vestur að Þjórsá, dáðumst að fegurð Gnjúpverjahrepps hinu megin ár(nú ætti Ingvari að líka við mig). Það væri kannski ekki alltaf sniðugt að fara beint af augum þar sem betra væri að ganga aðeins til hliðar eftir grasi grónu landi. Við erum fótvissar þótt hraun og mold skiptust á en með fjölskylduna skal ganga til hliðar. Það herti í vind. Hann var í bakið. Er að ánni kom, var þá ekki bara eins og ég væri komin heim nema á vinstri hönd var Þjórsá en ekki Bakkahlaup. Svifum upp gróna bakkana léttar í lund með drjúgan vind í bakið. Settumst niður í skjól í smá laut (hefði vel getað verið fyrir utan girðingu)og tókum upp nesti. Eitthvað datt úr loftinu, létum það ekki á okkur fá. Gengum áfram komum að giljum sem ég líki við gilin á Tjörnesinu. Við virtum þau fyrir okkur og giskuðum á dýpt þeirra, hið fyrra ca. 3 m. til botns en hitt öllu meira svona 5-6 m. Alls ekki óyfirstíganlegt. Fínn nestisstaður. Aðrar torfærur fundust ekki nema Skarfaneslækurinn, sem við þurfum að vaða, kjörinn fyrir unga göngumenn að æfa vaðlistina.  Náði mér vel í kálfa og Jóa og Bjarka þá rúmt í ökla. Ferð okkar sóttist vel enda ekki eftir neinu að bíða farið var að rigna. Örkuðum upp í Lambhaga og komum okkur í skjól skógar eftir 4 tímagöngu. Guði sé lof fyrir gemsana. Tröllhólafjölskyldan hafði þá verið búin að sveima um lendur Skarðsbænda og ekki fundið réttu slóðina. Ég þóttist nátturlega vita allt og ráðlagði hverja vitleysuna á fætur annarri. Við ákváðum að ganga á móti því stöðugt bætti í vind, regn og kulda. Eftir margar árangurslausar tilraunir akstursmanna var ákveðið að Gulli sneri heim með ungviðið sem ekki skemmti sér í bílnum, en Guðbjörg freistaðist að komast aðra leið, sem hún ók á sínum skógræktarárum á einhverjum trukk, að sækja göngugarpana svo þeir yrðu ekki úti og bornir til byggða með jólatrjánum í des. Snerum enn og aftur við og gengum hratt, villtumst aðeins af leið, óðum kjarr og hálf skriðum skóg. Hef ég gert það áður? Það var komið haglél og slagveður á sunnlenskan máta. Hraustar yessssss. Þrömmuðum og þrömmuðum eftir samtals 6 kls. sáum við grilla í hjálpina sem var búin að fikra sig eftir tröllavegi og rak bíl föður síns hvergi niðri. Það lærist fleira en að gróðursetja tré í skógræktinni. Vorum svona aðeins farnar að vökna en ekki kaldar, en fjöllin kring um okkur orðin hvít. Þetta skeður sem sagt líka fyrir sunnan. o, sei, sei , já. Verið róleg það verður búið að gulltryggja allar slóðir þegar þið mætið. Hún Gunnhildur mín er sko ekkert slor að ganga með. Mig langar helst til að ættleiða hana Bakkaröltið, langar allavega að bjóða henni með ef hana fýsir að vera með þessari furðuætti. 

Endir að sinni. Yfir-Bakkaröltari í ár HG

 

 


myndaalbúmið

Jæja fór aðeins að fikta í þessu hérna og langaði að skella inn myndum úr fyrri röltum en var að velta fyrir mér þarf virkilega að hlaða inn einni og einni í einu?? svo ferlega tímafrekt, Alda snilli hvernig gerir maður þetta? ég eiginlega gafst upp á að setja inn fleiri myndir.  endilega hellið úr vizkubrunninum.

Gerður


Plan.

Vona að allir séu búnir að fá planið (líka í pósti)og farnir að liðka liði og skó. Það lenti tvisvar inni á síðunni. Gott væri Alda mín að þú hentir nú öðru út fyrir mig. Eins og þú veist er ég alltaf jafn frek tek mér tvö sæti þó mér dugi bara eitt (ennþá). Er að bresta til Keflavíkur, að sækja hann Gunna minn.Stelpur mínar, litlu systur, þið þurfið ekki að telja neinn kjark í ykkur, þetta er allt í lagi fínn tugur. Maður getur með góðri samvisku borið hinu og þessu við ef maður nennir ekki einhverju. Ég hef svo sem ekki fundið neina breytingu, er alltaf 17 eða svoleiðis. Við eigum allar góðan möguleika á að ná 90 árum eða meira.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband