Tveir dagar og svoooooooooo

Sæl öll.

Nú vonum við að sem flestir séu farnir að huga að útbúnaði sínum. Munið bara ullarfötin og rúmfötin með laki, sænguveri og koddaveri. Tannburstinn er líka nauðsynlegur ef næsti maður er í miklu návígi eins og stefnir í að verði hjá þeim sem í húsi gista.

Þátttaka er að okkar mati ánægjulega góð. Þeir sem mæta eru:

Gistiheimili Karenar:

Lilla, Sverrir og Alda (vonandi) , Erla, Eyja, Aðalbjörg, Stefán, Hulda, Gunnar, Hildur, Gerður, Bjartur og Valdís. Brynja, Bjarki, Hildur Soffía og Þórdís Huld verða með okkur á fimmtudag og föstudag.

Syðra Lón:

Steinunn, Hannes, Sigga, Gunnlaugur, Jóney, Erla, Eyrún, Áslaug Munda, Björg, Huld, Jóhann, Aðalbjörn, Helga, Erla Óskarsdóttir (yngri) og Atli.

Tjaldbúar:

Fanney, Gummi, Börkur, Auður, Unnsteinn, Grétar Björn, Kristjana, Sigurgeir, Hildur, Ríkey, Magnús Máni, Guðbjörg, Pétur, Erna, Katla, Steinunn Ósk, Birgir, Guðbjörg Hulda, Birgir M, Birgir M. B., Steinunn og Birgitta 

Síðan verða með okkur frændfólk okkar frá Melavöllum og Hallgilsstöðum. Aldís, Bogga, Kiddi, Anna María , Unnur og e.t.v. fleiri á laugardaginn og á fimmtudaginn koma þær systur með í Fagranes. Jónas verður með okkur e.t.v. alla dagana  og Aðalbjörg á Hallgilsstöðum einnig eitthvað.

Það er svo eins og það er, einhverjir detta e.t.v. út á síðustu stundu og einhverjir detta inn á síðustu stundu. Wink

Það lítur því út fyrir að Kristjana og Geiri hafi því um hátt í 60 munna að metta. Grin

Sjáumst heil og hress eigi síðar en kl. 12:00 á fimmtudag og ökum öll varlega.Smile

Kveðja

Nembbdin 

 


Nú styttist óðum.....

Sá þessa frétt á mbl.is,  ætli þetta sé eitthvað sem þyrftum að skoða nánar m.t.t. staðsetningar Bakkaröltsins í ár?

Kv. Guðbjörg 

 

Innlent | mbl.is | 20.6.2008 | 14:28

Þriðji ísbjörninn fundinn?Gróa Bergþórsdóttir grasafræðingur og Kristján Urriðason dýralæknir segjast  fullviss um að hafa séð til ísbjarnar á göngu sinni um Haugsöræfi í gær.  Þyrla landhelgisgæslunnar sem stödd var á Vopnafirði var strax send á svæðið til að freista þess að finna dýrið.  Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður náttúrustofu Norðurlands telur ekki ólíklegt að um sama dýr sé að ræða og sporin fundust eftir á Hveravöllum.  Norðaustlægar áttir hafi leitt dýrið austur á bóginn í fæðuleit og því sé ekki ólíklegt að ísbjörninn sé kominn á þessar slóðir.  Lögregluembættin á Húsavík og Seyðisfirði vilja koma því á framfæri til fólks um að vera á varðbergi þar sem um þekktar ísbjarnarslóðir sé að ræða.   Dýrið gæti leitað aftur til sjávar og ættu íbúar Þórshafnar, Bakkafjarðar og nágrannasveita að vera sérstaklega á varðbergi næstu daga og vikur og láta lögreglu vita ef til bjarndýrsins sést. 

 


Pistill 2

Ágæta fólk. 

Nú fer virkilega styttast í dagana okkar á Langanesi og mikið verður nú þá gaman hjá okkur sem sjáum okkur fært að mæta. 

Það hefur að vísu orðið sú breyting á að við getum ekki fengið Grunnskólann eins og til stóð vegna viðgerða. Þess í stað erum við búin að fá inni á Syðra – Lóni. Þar er fullorðið hús sem við fáum og hugsanlega einhverja aðstöðu inni í öðru húsi á sama stað ef með þarf. Ljósi punkturinn við þetta er sá að ef búið er að slá þá fáum við að hafa tjöldin þar líka. Við bara drífum í að hjálpa fólkinu að slá ef það verður ekki búiðJ. Einnig komast  eitthvað fleiri að á Gistiheimili Karenar og ein íbúð er til reiðu frétti ég í dag, þannig að þetta reddast allt. Þetta er allt svokallað svefnpokapláss þannig að við þurfum að taka með rúmfötin okkar.  Heldra fólkið mun trúlega allt fá sérherbergi og geta þeir sem eru einir í herbergi jafnvel lagt einhvern á gólf hjá sér ef verkast vill. Þetta verður dálítið stappað en við erum nú ekkert að víla svoleiðis smámuni fyrir okkurJ

Hér með fylgir listi yfir þá sem eru búnir að tilkynna þátttöku og þeirra gistióskir. Vona að þið leiðréttið ef eitthvað er öðruvísi en það á að vera. 

Huld og Jóhann fóru sem undanfarar s.l. laugardag og fengu ýmsar góðar upplýsingar um leiðina austur í Fagranes en þangað er stefnt á fimmtudaginn 26. Þangað liggur einhver slóði sem er hugsanlega fær fyrir mikið breytta bíla og eru því líkur á að þeirra bíll geti verið með í för og ef fleiri eiga tröllabíla þá gætu fleiri fótafúnir komist með. Allar götur ætti þetta að vera nokkuð greiðfært fyrir gangandi en þetta eru ca. 16 km. Jóhann lofaði mér  að vera með byssu í för sem gæti unnið á bjarndýri. Ég verð nú að segja að ekki jóks nú kjarkurinn eftir síðustu fréttir úr Skagafirði.  

Það koma nú svo enn nánari upplýsingar er nær dregur. 

Sú ákvörðun var tekin af nokkrum afkomendum afa og ömmu á Grund að nýta pening sem ég hef lúrt á sem  Matthildur átti, til að merkja leiðin þeirra afa og ömmu í Sauðaneskirkjugarði. Sá peningur hefði nægt fyrir einfaldri merkingu. Við tókum hinsvegar þá ákvörðun að fyrst við værum að gera þetta á annað borð að hafa það varanlegra. Þá er það líka dálítið mikið dýrara. Ég er búin að panta náttúrustein frá Álfasteini  og verður hann komin á leiðin þegar við verðum þarna.

Þess vegna langar mig til að fara þess á leit við þá afkomendur og þá sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu að leggja til smá upphæð  - frjálst framlag ( 500 kr.  – 2 þús. kr.)  Margt smátt gerir eitt stórt.

Númerið á bókinni er  0302 – 13 – 228066 og kt. 230350-2139 

Þá er bara að fara að finna prjónabrækurnar, ullarsokkana , stuttbuxurnar, bakpokana, stafina og skóna. Dusta af þessu rykið og byrja að æfa. Góða skapið er væntanlega  notað  allt árið og því órykfallið en munið samt eftir að taka það til. 

Ekki meir að sinni en endilega komið með spurningar og ég mun gera mitt besta til að svara á meðan hinn helmingur nefndarinnar er í útlandinu. 

Kveðja  

Valdís frænka


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bakkarölt 2008

Velkomin í Bakkarölt 2008
 
Kæru ættingjar og vinir.
Nú fer að styttast í okkar árlega Bakkarölt.  Ákveðið var að árið 2008 yrði það á Langanesi. Ástæða staðarvalsins er sú að þann 4. ágúst hefði hann pabbi okkar Bakkasystkina orðið 100 ára. Við ætlum að halda upp á aldarminningu hans á Langanesi  en flýta henni um nokkra daga. Dagarnir 26.júni – 29. júní urðu fyrir valinu.
Í síðasta rölti buðu sig fram í undirbúningsnefnd nokkrir velvaldir einstaklingar að eigin dómi.
Nefndin er búin að funda og funda og funda meira. Niðurstaða þessara funda er beinagrind sú sem nú birtist á bloggsíðu okkar.
Við höfum Félagsheimili staðarins fyrir sameiginlegar samverustundir og aðstöðu.Þar fylgir stórt grill  og allur borðbúnaður. Hluta af Grunnskólanum höfum við einnig til gistiaðstöðu eins og fram kemur.
Fyrir þetta þurfum við að borga eins og lög gera ráð fyrir. Því fleiri því ódýrara.
Þótt nefndin sé frekar bjartsýn að eðlisfari þá sjáum við okkur ekki annað fært en að áætla sameiginlegan kostnað ca. 2.000 kr.  á hvern fermdan haus og gistikostnað í skólahúsinu  ca. 500 – 800  pr. nótt á fermdan haus.  Tjaldstæðin eru frí. Kvöldmaturinn á laugardagskvöldinu er fyrir utan þessa áætlun.
Heldra fólkið borgar hver fyrir sig á Gistiheimili Karenar. Höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þann kostnað enn.
Svo við getum gert okkur einhverja grein fyrir fjölda,  þá  væri nú óskup fallegt af ykkur að láta okkur vita – þið sem eruð ákeðin -  aðrir láta okkur vita við fyrsta tækifæri.  Viljið þið senda upplýsingar um þátttöku á póstföng: vg@raftakn.is og huld@kopasker.is. Verið líka duglega að fylgjast með á bloggsíðunni okkar og skrifa inn á hana.
 
Hlökkum til að sjá ykkurGrin

P.S

Endilega skoðið dagskránna sem er hér fyrir neðan sem viðhengi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Frænkur og fylgifiskar

Þá er enn blásið til sóknar. Heyr fyrir ykkur Lilla og Alda. Við gleðjumst vonandi allar fullar tilhlökkunar eftir að hittast og tala mikið á nokkurs áheyrnar frá hinu kyninu. Aldrei er það svo að allar komist frekar en í Bakkarölt. Þær sem ekki komast nú koma bara næst. Margt getur hindrað t.d væntanlegar fæðingar, smábörn á brjósti, önnur uppákoma sem búið var að þyggja og fl. og fl. Ég álít að svona samkomur séu mjög nauðsynlegar þar sem þær yngri læra góða siði af okkur Bakkasystrum og við gömlu lærum hvernig við eigum að bera okkur að í dag. Eru ekki allir sammála? Verið nú duglegar að segja álit ykkar og nota þennan góða vettvang hennar Öldu til að styrkja Dalahumorinn í okkur.

Bestu kveðjur Hulda fr.


Mynd af ömmu í settinu

Mynd af drottningunni í sófasettinu fagra... - smellið á til að sjá stærri mynd.

amma-sofasett (Medium)


Gott heimili óskast!

Vill einhver taka í fóstur sófasettið hennar ömmu? Þeir sem ekki muna eftir þessu djásni þá er um að ræða 3 + 1 + 1 og sófaborð. Settið er grænt á lit og í antik stíl. (Ætla að reyna að finna myndir og skanna inn). Ef einhver ungur ættingi er að koma sér fyrir og vantar sófasett að láni þá endilega hafið samband, ég geri ráð fyrir að heldra fólkið í ættinni eigi fulla stofu af dóti Wink.

Flutningur milli staða ætti ekki að vera mikið vandamál, þekki ágætis fyrirtæki í þeim bransa Whistling

 Áhugasamir og umhyggjusamir vinsamlegast hafið samb. sem fyrst við Brynju í síma 858 8351.  (Börn engin fyrirstaða... Tounge)


Hugleiðingar úr Danaveldi.

Enn segi ég takk fyrir síðustu samverustundir. Það er ómetanlegt að eiga gott venslafólk sem dvelur saman nokkra sólarhringa á ári og alltaf jafn gaman. Þetta er einn af okkar föstu punktum í tilverunni. Eftir frábæra sólardaga í garðinum mínum heima tók ég fram ferðatösku, setti í hana slatta af sumarklæðnaði og hélt út í Leifsstöð. Ferðinni heitið til Danaveldis til að aðstoða Kristínu og Braga á spennandi tímamótum. Einhver verður að vera hjá Gunnari Kára litla meðan litla systkinið fæðist. Ekki leiðinlegt starf. Mætti út á völl kl. 21:30 að kvöldi 8. júlí. Nota skyldi nóttina til að koma sér á milli landa. Flug er ekki mitt uppáhald en allt gekk vel, lentum kl. 5 í Köben. Fór strax til að ná í lestarmiða til Óðinsvé. Þó Danir vakni snemma var ekki búið að opna miðasöluna. Allt er komið í tæknina. Hvernig átti kona frá Íslandi á sjötugsaldri að kaupa miða úr sjálfssala í fyrsta sinn. Þetta vafðist fyrir fleirum. Upplifði mig spegilmynd af mömmu, stóð álengdar og reyndi að sjá hvernig aðrir gerðu. Endaði með samvinnu með sænskum hjónum álíka vitlausum og ég. Eftir margar tilraunir beggja föttuðum við trixið sjálfsagða. Öryggið í fyrirrúmi. Komin með miða en ekki sæti, vonandi verða fáir á ferð svona snemma, hlaup niður að lest. Æi, hvar er nú mín rétta. Svíarnir mínir hinu megin, þá er ég á réttum stað. Vingjarnleg hjón með börn á leið til Óðinsvé. Þá er bara að elta þau. Hlamma mér niður í sæti í lestinni. Nú væri gott að dotta, myndar karl með yfirvaraskegg á móti mér. Stoppum á hefðbundnum stöðum. En áður en varir er ég komin inn í miðja Hróarskelduhátíð. Ungdómurinn á heimleið, skítugur, illa lyktandi, fyllti lestina, missti sætið góða, leit á karlinn, hristum höfuðin og komum okkur út að dyrum, karlinn tók hjólið sitt en ég stóð það sem eftir var leiðar horfandi á lýðinn liggjandi þar sem hægt var. Gott að koma í Björnemosen upp í rúm að sofa. Hef notið sólar síðan, en í dag rignir.

Nú er 11. júlí runninn upp, Einar afi hefði orðið 90 ára í dag. Kristín var einmitt sett á þennan dag. Ekkert bólar á barninu nú um hádegi, en ekki er öll von úti því síðasta fæðing gekk svo hratt  að hún á að hafa sig upp á spítala með fyrrafallinu. Svona eru hríðskotabyssurnar. Bæti við þetta síðar og hugsa heim í góða veðrið.

                                                                      Bestu kveðjur til ykkar allra.

                                                                         Hulda fr. stödd í Danmörku


Kærar þakkir fyrir frábæra daga!

Heil og sæl öllsömul. Þakka ykkur fyrir síðast, sérlega ánægjulegt "rölt". ánægjulega samveru og ljúffengan mat á laugardagskvöldið.  Allt hjálpaðist að góð skipulagning og umdirbúningur, fín aðstaða, gott veður og svo ekki síst þessi frábæri hópur sem hittist að Rangárseli og tók þátt í Bakkaröltinu að meira eða minna leyti.

Rúsínan í pylsuendanum var svo afmælisveisla Hildar á sunnudaginn í Guðmundarlundi. Góður endir á góðum dögum. Hildur þú ert alveg frábær á nýjustu myndinni af þér, meiri háttar að yngjast svona skarpt um leið og komist er yfir á sjötugsaldurinn.

Er þegar farin að hlakka til Bakkaröltsins á Langanesinu. ( NB. týnda hárgreiðan mín fannst í hulstrinu utan um kíkinn sem ég hafði í töskunni minni)

Bestu kveðjur og þakkir til ykkar allra.

Lilla

Lilla


Kærar þakkir fyrir síðast

Sæl öll

Bestu þakkir fyrir allt sem þið gerðuð til að gleðja mig um afmælið mitt - og fleytti mér farsællega yfir á sjötugsaldurinn. Svona er ég núna - smellið á

http://muglets.com/MS-IZRU-B

og hjálpið mér að hreyfa mig  með því að velja myndirnar til vinstri.

Kær kveðja frá Hildi frænku


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 415

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband