23.6.2008 | 21:43
Tveir dagar og svoooooooooo
Sæl öll.
Nú vonum við að sem flestir séu farnir að huga að útbúnaði sínum. Munið bara ullarfötin og rúmfötin með laki, sænguveri og koddaveri. Tannburstinn er líka nauðsynlegur ef næsti maður er í miklu návígi eins og stefnir í að verði hjá þeim sem í húsi gista.
Þátttaka er að okkar mati ánægjulega góð. Þeir sem mæta eru:
Gistiheimili Karenar:
Lilla, Sverrir og Alda (vonandi) , Erla, Eyja, Aðalbjörg, Stefán, Hulda, Gunnar, Hildur, Gerður, Bjartur og Valdís. Brynja, Bjarki, Hildur Soffía og Þórdís Huld verða með okkur á fimmtudag og föstudag.
Syðra Lón:
Steinunn, Hannes, Sigga, Gunnlaugur, Jóney, Erla, Eyrún, Áslaug Munda, Björg, Huld, Jóhann, Aðalbjörn, Helga, Erla Óskarsdóttir (yngri) og Atli.
Tjaldbúar:
Fanney, Gummi, Börkur, Auður, Unnsteinn, Grétar Björn, Kristjana, Sigurgeir, Hildur, Ríkey, Magnús Máni, Guðbjörg, Pétur, Erna, Katla, Steinunn Ósk, Birgir, Guðbjörg Hulda, Birgir M, Birgir M. B., Steinunn og Birgitta
Síðan verða með okkur frændfólk okkar frá Melavöllum og Hallgilsstöðum. Aldís, Bogga, Kiddi, Anna María , Unnur og e.t.v. fleiri á laugardaginn og á fimmtudaginn koma þær systur með í Fagranes. Jónas verður með okkur e.t.v. alla dagana og Aðalbjörg á Hallgilsstöðum einnig eitthvað.
Það er svo eins og það er, einhverjir detta e.t.v. út á síðustu stundu og einhverjir detta inn á síðustu stundu.
Það lítur því út fyrir að Kristjana og Geiri hafi því um hátt í 60 munna að metta.
Sjáumst heil og hress eigi síðar en kl. 12:00 á fimmtudag og ökum öll varlega.
Kveðja
Nembbdin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er komið á hreint hvar tjöldin geta verið? Sé fram á rigningu alla helgina nema hugsanlega þurru á miðvikudagskvöldið, spurning um að bruna alla leið og tjalda í þurru
Er annars bjartsýn á góðviðri.... "Eigi verður það allt að regni er rökkur í lofti" 
Guðbjörg (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:49
Voðalega ertu spakmæl Guðbjörg mín, toppaðu þetta:
"Sjaldan er jakki frakki nema síður sé"
Brynjan (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:54
Héraðsbúar eru alsælir enda hefur þeim verið lofað dýnum fyrir sex. Hér eru allir orðnir spenntir, nokkuð fjölmennt og góðmennt að sjálfsögðu, sérstaklega í Syðra Lóni sýnist mér
. Engin hætta á rigni þar eða ísbjörn bjóði sér inn. Einhver lumbra er í Eyrúnu en varla nokkuð sem lýsi og svolítil hvíld vinnur ekki á. Hverjum dettur svo sem í hug að veikjast rétt fyrir Bakkarölt. Ull og segl blífur þetta árið í röltinu.
tveir dagar krakkar, tveir dagar
Jóney (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:17
Hvað segirðu um þennan Brynja, fannst hann eitthvað svo Bakkalegur...
"Oft veldur lítill stóll þungum rassi"
Guðbjörg (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:28
Mikið eruð þið nú orðnar spaklegar frænkur. Tjaldstæðin verða á Syðra- Lóni en þar eigum við pantað frá fimmtudegi. Sorry fyrir þá sem ætluðu að vera snemma. Var að tala við húsráðandan sem heitir Brynhildur og það eru gestir þar fram á fimmtudag.
Er búin að fá aukaherbergi inni hjá henni fyrir ein hjón og svo eru tvö herbergi inni í gamla húsinu fyrir hin hjónin þar er hægt að setja inn dýnur fyrir einhver börn en síðan verður fjöldaflatsæng fyrir önnur ungmenni á stofugólfinu.
Var að tala við Björn Guðmund starfandi sveitastjóra og hann leyfir okkur að nýta Félagsheimilið til gistingar og þá getum við fært einhverja þangað t.d. Tungusíðuungamömmuna með unga sína til að rýma til á Gistiheimilnu og fleiri e.t.v. ungmenni til að létta á Syðra - Lóni. Eða hvernig sem það verkast vill.
ÞETTA REDDAST


Það er búin að vera blíða á Langanesi síðustu daga og við vonum að hún haldist.
Kveðja
Valdís frænka
Valdís frænka (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:02
Alda sko þú ert sú eina af okkur sem hefur farið til AFRÍKU og þar eru nú ógnvænlegri dýr en einhverjir BANGSAR því er nauðsynlegt að hafa reynslubolta eins og þig með í för
Gerður (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:57
ehhhhhh NEI Gerður mín, Alda er ekki sú eina sem hefur komið til Afríku.
Veit ekki betur en Mamma, Steina, Gunnlaugur og Huld hafi öll komið til Sahara (og jafnvel fleiri) og svo hef ég líka farið um ljónaslóðir í Afríku.
Hins vegar er Alda örugglega sú eina sem hefur hugrekki til að takast á við bangsa, enda segir sagan að hún hafi nú verið að æfa það....þegar hún brotnaði
Auður (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 08:28
Haldið þið að veðurspáin hafi ekki lagast þó nokkuð, engin rigning á morgun ... sést bara í sól og allt á kortinu. Þetta verður bara eins og í Afríku ef þetta lagast mikið meira. Treysti honum Gunnlaugi mínum fullkomlega til að hafa einn björn undir án þess að brjóta rifbein, svo ekki sé nú talað um ef hann fær liðsstyrk frá tengdamömmu, Steinunni og Huld.
Auður ekki gleyma Óskari Afríkufara.
Jóney (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:11
Já ef ég man rétt þá snérum við niður allt ljósleitt og þunglamalegt þarna í sandstorminum í Sahara forðum aðallega þó í barráttunni um kamarholuna...
Steinunn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:53
Jóney mín, ekki verður hann Óskar á svæðinu, svo hann telst ekki með.
Hins vegar mætti bæta við Lillu og Sverri sem hafa komið til Egyptalands, svo heilmikið af MJÖG reyndu fólki verður á ferðinni...
Svo bara að muna að taka broddstafinn með sér og lána hann aldrei öðrum göngumönnum, sbr. ísbjarnarsagan af Reykjaheiðinni.
Auður (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:25
Því segi ég það, hvaða ástæða er til að hræðast þegar Gunnlaugur minn er með í för og allt hans lífsreynda skyldfólk, jafnvel þó Óskar komist ekki. Enda verður sólskin.
Jóney (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:29
LOKAÚTKALL - DRÍFA SIG AF STAÐ - MUNA GÓÐA SKAPIÐ - HLÝ FÖT OG RÚMFÖT annað reddast.
Ligga ligga lí, við erum líka að fara í frí og vera saman í marga daga- jaaaahúúúúú


Valdís frænka (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.