Eftir Bakkarölt

Kæru ættingjar og vinir

Bestu þakkir fyrir frábæra daga á Langanesi. Vona að allir hafi komist heilir heim. Það eru einir gönguskór heimilislausir hjá mér. Góðir skór nr. 39, með rauðum reimum. Urðu eftir í forstofunni á Félagsheimilinu. Einnig  þvottastykki sem var í silfurlituðum poka inni á snyrtingu  Félagsheimilisins. Gott væri að eigendur hafi samband svo þeir fái sitt sem fyrst.

Uppgjör verður sent til ykkar innan tíðar. Á eftir að fá endanlegar töluupplýsingar um kostnað en ég sló lauslega á þetta í gærkvöldi og mér sýnist að þetta ætti ekki að rugga efnahagslífi okkar til falls.

Bestu kveðjur og takk Hulda og Steina fyrir að taka hann Fúsa að ykkur árið 2009

Valdís frænka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sömuleiðis takk fyrir frábæra daga.  Heimferðin okkar gekk vel, vorum komnar í Mosó kl. 22:30 enda var ekkert slórað  Bjartur er búin að plata pabba sinn á Esjuna í dag, takk fyrir, ekkert slakað á!  Hælarnir mínir fá að jafna sig svo held ég að ég geri tilraun á Esjuna

Er strax farin að hlakka til næsta sumar!

Gerður sem uppgötvaði göngugarpinn í sér á ný.

Gerður (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 09:10

2 identicon

Sæl

Við þökkum einnig kærlega fyrir okkur. Nefndin öll fær heilmikið hrós og klapp. Þetta var frábært og laugardagskvöldið sérlega skemmtilegt og ljúffengt á allan hátt. Virkilega vel heppnað.

Kærar þakkir fyrir góða daga.

Jóney og co.

Jóney (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 15:48

3 identicon

Vildi bara benda ykkur á þetta

http://www.langanesbyggd.is/category.php?catID=4

kv

Gerður

Gerður (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:55

4 identicon

Takk fyrir okkur, frábær helgi

kv. Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:42

5 identicon

Sæl öll og takk fyrir okkur og auðvitað skil ég eftir slóð, gönguskórnir með rauðu reimunum eru mínir.... takk Valdís    að tína saman dótið eftir litlu frændsystkini þín.  Ég er svoooooo spennt fyrir næsta bakkarölt, komin með nefið á kaf í kort að leita að heppilegum gönguleiðum....   kveðja frá Fúsa flakkara.

Steina Ósk

Steina Ósk (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:28

6 identicon

Heil og sæl öllsömul. Bestu þakkir fyrir síðast og alla ánægjuna af samveru við ykkur í síðustu viku.  Sérstakar þakkir fær NEFNDIN fyrir góðan undirbúning og framkvæmd, ekki síst fyrir dagskrá laugardagsins og laugardagskvöldsins, frábærlega að verki staðið.  Ekki spillti fyrir að hitta ættingjana fyrir norðan, Siggu frænku og hennar fólk og Aðalbjörgu á Hallgilsstöðum og hennar fólk.  Þyrftum að reyna að gera meira af slíku, ekki bara við jarðarfarir.  Nú þegar gamlingjarnir eru komnir heim og aðeins byrjaðir að átta sig á hvurndagnsum, vakna spurningar um fjármálin Valdís. Ferðu ekki bráðum að rukka þá sem ekkert gerðu nema að fleyta rjómann og njóta lífsins? Bestu kveðjur úr Reykjavíkur rigningunni.

Lilla (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:09

7 identicon

Ágæt lausn á vandamálinu við að koma öllu í bílinn ...  að skilja bara draslið eftir eins og Steina Ósk ...

Jóney (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 22:05

8 identicon

Sæl öll

Nú er þetta allt að koma. Fékk endanleg verð í gær og ég mun senda ykkur póst með ykkar heildartölu.

Ef þið viljið fá sundurliðun viljið þið þá endilega hafa samband við mig, hún liggur fyrir en hjá einhverjum var böggur með að opna skjöl frá mér.

Kveðja

Valdís frænka 

Valdís frænka (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 08:22

9 identicon

Sæl verið þið allri bakkaröltarar.

Rölt 2009 verður haldið í Bárðardal 25. júní - 28. júní.  Mæting við Stórutungu þann 25. kl. 11:37 til að fúrra niður tjöldum og skutla drasli á náttstað og skella sér í skóna..... því brottför er kl. 12:47 (stundvíslega)... nánari upplýsingar veittar þegar nær dregur.... Fúsi biður að heilsa, kveðja Fanney, Steina Ósk, og Hulda

Steina Ósk (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:07

10 identicon

Þetta líkar mér - alvöru skipulag!!!

Ég er nú þegar byrjuð að passa að brjóta mig ekki þannig að ég geti verið almennilega með næst!

Kv.

Aldan

Aldan (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:51

11 identicon

Þetta kallar maður almennilegt, strax búið að finna náttstað og er ekki örugglega búið að leggja inn pöntun hjá Veðurguðunum???

 Ekki það að við erum ekki öllu vön

og Alda....engar bræðrabyltur fyrir þig fram að næsta Rölti 

Over and out

Auður (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 08:53

12 identicon

Sko! við bara eigum skilið sól og allavega yfir 10 stiga hita að ári miðað við það sem við fengum á Langanesinu góða, þannig að nú dugar ekkert minna en góður samningur við þann þarna uppi

GP

Gerður (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:23

13 identicon

Kæru ættingjar og vinir takk fyrir frábæra samveru á Langanesinu.  Ég vil benda á að veður er bara hugafar að minnsta kosti er ég búin að gleyma öllu sem heitir rigning og norðangarri á Langanesinu eftir stendur bara minning um frábæra helgi með ykkur öllum.  En ég er með eitt leynivopn hvað veður varðar það er bara að taka hann Bigga minn með hann segir að það sé alltaf gott veður þar sem hann er.   Kv. Hulda S    

Hulda Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 415

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband