20.6.2009 | 12:07
Bakkarölt 2009 - borð og bekkir
Steina Ósk Fúsafóstra er utan tölvunálægðar því var ákveðið að ég setti hér inn upplýsingar.
Sú ákvörðun var tekin að fá annað stórt tjald til samnýtingar. Einnig gátum við útvegað borð og bekkir fyrir helling af fólki. Þeir sem eiga og eru alltaf með sínar útilegugræjur koma væntanlega með þær en hinir þurfa ekki að fara í fjárfestingu.
Steina Ósk biður fólk að taka saman skemmtiatriði til að hafa á laugardagskvöldinu og rifja upp leiki sem við getum spreytt okkur á.
Með bestu kveðju
Valdís ritari
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æfingar á skemmtiatriðum eru í fullum gangi hér fyrir sunnan og eitthvað fundust okkur mæðrum þau kunnugleg þegar við fengum að vera "prufuáhorfendur" í gærkvöldi. Annars er allur undirbúningur á lokastigi hér, fer dagurinn í dag í snúða- og skinkuhornabakstur og innkaupaferð í RL design búðina, sittlítið af hverju sem vantar en mesta furða hvað hægt er að nýta 30 ára gamlan viðlegubúnað.
kv. Guðbjög
Guðbjörg Magnúdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 11:30
Fáum við að sjá bakarísdrenginn (eða hvað það nú hét)? Legg til að Stella, Magnea og Auður endurtaki leikinn frá því fyrir langalöngu - voru það ekki þær sem stigu á svið í Miðfirði?
Treysti á að staðreyndavillur í ofanrituðu verði lagfærðar ef þarf - minnið er ekki alveg upp á það besta þessa dagana (eða nokkurntíman)...
Kv.
Alda
Alda (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 11:34
Já þetta með skemmtiatriðin...ehhheem Alda er greinilega stálminnug og hver veit nema við Auður stillum okkur upp fyrir aftan Magneu á meðan hún singur Bjarnastaðabeljurnar
Ég þorði ekki annað en að bruna beint norður og opnaði töskurnar í gær þannig að celciusgráðurnar og sólskinið myndi ekki villast en hver ætlar að sjá um smá golu þannig að vargurinn láti okkur í friði?
Hlakka mikið mikið til að hitta ykkur öll!
Kveðja Stella
Stella (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:56
hehe Takk fyrir þetta Alda takk fyrir að minna á þessa einstöku tónleika með frægum og víðförlum stórstjörnum....og mér!!
Ef ég man rétt þá voru sýnd ýmis atriði á þessu ættarmóti (þetta var sko áður en ættarmótið hét Bakkarölt).
Leiksýning með Öldu indíánahöfðingja, þar komu ábyggilega fleiri af '74 kynslóðinni fram...enn hvað það yrði gaman að sjá enduruppgerð af því.
Einnig voru töfrabrögð þar sem Hannes labbaði ofaná Gunnlaugi, sem lá svona þægilega á milli tveggja stólbaka...Ætli Hannes hafi nokkuð þyngst mikið á þessum töttuguogfemm árum....!! Við kannski komumst að því nú um helgina.
Auður (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:56
Mér finnst réttara að Gunnlaugur gangi núna á Hannesi. Gaman væri að sjá gömlu taktana endurtekna.
Einu sinni skemmtum við Aðalbjörg okkur við að kvelja Hildi en við gerum það ekki núna við erum orðnar svo góðar.
Kv Hulda fr.
Hulda fr (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:25
Já voruð það ekki þið sem fóruð í berjamó með henni og hún týndi nú e-ð allt annað er bláber??? Var sko ekki komin með gleraugu.
Gerður (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.