Tilhlökkun 2009

Sæl öll. Nú fer óðum að styttast í Bárðardalsdvölina.  Flugur sem flogið hafa fram hjá hafa hvíslað að  þátttaka sé sem aldrei fyrr. Frábært ,ef þær hafa ekki verið að plata migSmile. Nú fer að verða spennandi að fá að sjá lista frá Fúsafóstrunum. Maður getur þá farið að undirbúa samræður um þá sem sitja heimaDevil. Mig langar líka alveg óskaplega til að vita hversu vel útbúin við þurfum að vera t.d. í sambandi við borð og stóla - tæki og tól, þar sem þetta verður meiri útilega en stundum. Eitthvað er misjafnt hvað mannskapurinn á í sínum geymslum.  Hjá þeim sem stunduðu útilegur á fyrripart seinnihluta síðustu aldar eiga lítið sem  ekkert - fóru þeir bara  til að liggja inni í tjaldi-- múhaaaaaa?  Tek fram að í geymslum Tungusíðu leyndist ótrúlega mikill útilegubúnaður -  sem Brynjuliðið mun fá að nýta. Hvernig er þetta í Stekkholti og Rein?LoL

Hristum okkur og æfum vel fyrir göngurnar t.d. standa oftar upp og ná sér í vatn, rölta í kringum húsið og þeir hörðustu fara út fyrir túngarðinn heima hjá sér  í lgóðan göngutúr. Hef haft fregnir af Esjuförum og fleirum sem hafa verið duglegir við að viðra sig.

Hlakka til að sjá ykkur öll hress og kátHappy

Bestu kveðjur

Valdís frænka 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín kæra frænka.... sit núna (sveitt) að taka saman gáfulegar upplýsingar til að senda ykkur... í gær fórum við frænkur tvær að kanna hvernig landið liggur og hlökkum bara til.... 

Steina Ósk (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:59

2 identicon

Sælt og margblessað veri fólkið. Nú er ferðafiðringurinn að byrja að gera vart við sig. Hef að vísu ekki gengið á Esjuna eða önnur fjöll hér í nágrenninu, hins vegar geng ég langar vegalengdir, ca. einn kílómeter á dag, eftir pallinum í kring um Kálfskinn þegar við erum þar. þúfnagangur er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér! Bíð eftir fyrirmælum frá aðalstjórnendum um hvað skal taka með sér, hvaða veg skal aka að Stóru-Tungu, hvernig ég á að haga mér þegar á staðinn er komið, hvar og hvernig greiða skal hlut okkar gömlu hjónanna í sameiginlegum kostnaði, ásamt öðrum hlutum sem ég tel að séu ótaldir en nauðsynlegt að vita um.

Hlakka mikið til að hitta ykkur öll. Bestu kveðjur. Lilla

Lilla (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:10

3 identicon

Sæl verið þið öll.

Nú líður að því og við frænkur og sennilega fleiri farnir að fylgjast stíft með veðurspá.

Ég tel að best muni vera að taka veg nr. 842. sem er vestan Skjálfandafljóts, síðan er farið yfir fljótið á brú hjá Kiðagili, ekið áfram upp dalinn og  beygt til vinstri við Víðiker þar sem skilti bendir á Stórutungu.

Listi  um hvað hver og einn þarf að greiða mun sendur sennilega í dag ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum.

Vegna framkvæmdagleði frændfólks okkar frá Rein hafa fáar stundir fundist til  undirbúnings. Reynar vorum við svo heppnar að Patrekur var fermdur og þar gafst smá stund til spjalls.

Valdís , við verðum að finna uppá  einhverju fleiru að spjalla um en þá sem ekki mæta þeir eru svo örfáir

Svo má enginn fara úr Mývatssveitinni án þess að koma við í Kaffi Borgum . Það er fallegur staður, útsýnið frábært og sýnir að við eigum kraftaverkafólk í fjölskyldunni (Steina bað mig ekki að skrifa þetta)

Hlakka til að sjá ykkur öll

Fanney 

Fanney Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkafjölskyldan
Bakkafjölskyldan
Hér er vettvangur fyrir alla þá sem tengjast hinni víðfemu Bakkafjölskyldu beint eða óbeint að blogga um hið árlega Bakkarölt.

Bloggvinir

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 414

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband